Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 261
BÚNAÐARRIT.
257
nesi ekki eins vel úr garði gert hvað aðgreiningu snertir,
sem frá sláturhúsi Suðurlands. Kjöt frá félagi þeirra
seldist hér fyrst í haust á 68 kr. tunnan; en jafnskjótt
og aðrir umboðsmenn hér i landi fengu kjötið frá ís-
landi, sem þeir seldu fyrir 50—56 kr. tunnuna, féll kjöt
Larzens niðurí62kr., en það var alt selt fyrir það verð
10. janúar 1909.
Af hverju þetta lága verð stafar á kjöti því, er um-
boðssalar fengu að heiman, veit eg ekki með vissu, en
skal um leið geta þess, að eg hefi séð og skoðað tölu-
vart af kjöti frá Islandi, sem komið hefir hingað til
Kaupmannahafnar. Meiri hlutinn af því var hreint og
fallegt að sjá, en kjötið farið að morkna við beinið í
mörgum tunnum. Mesti hlutinn af því kjöti, sem pönt-
unarfólögin á íslandi sendu Zöllner, kom hingað til Kaup-
mannahafnar. Það var í mörgum tunnum farið að
skemmast. Hér var kjötið úr tunnunum yfirfarið, að-
greint og saltað að nýju, og hefir það valdið miklum
kostnaði. Við þennan galla, sem á kjötinu var, misti
varan álit, og er það eitt með öðru orðið orsök til hins
lága verðs á kjötmu.
Prá einum íslenzkum kaupmanni á Vesturlandi fékk
stórkaupmaður Larzen í Esbjerg tvær tunnur af kjöti,
sem átti að vera sýnishorn af kjöti kaupmanns þessa.
Kjötið í þessum tveimur tunnum er hið versta saltkjöt,
sem eg hefi séð. Þegar eg tók botnana úr tunnunum,
lagði ýldulyktina af kjötinu langa leið. Eg skoðaði kjötið
í tunnunum. Það var með gulum flekkjum, og þykk
slepja utan á því. Tunnur þessar voru þó pækilþóttar.
Eg mældi styrkleika pækilsins, og var hann 11 gr., í
staðinn fyrir 20—25 gr., sem hann þarf að vera. Kjötið
i tunnum þessum var af fullorðnu sauðfé, og var hörm-
ung að sjá meðferðina á því. Því miður stafar slíkt
af vankunnáttu og sóðaskap. Eg tók kjötið úr tunnun-
um, burstaði það úr pækli og saltaði það að nýju, og
át.ti það svo að sendast heim aftur.
17