Búnaðarrit - 01.01.1909, Síða 262
258
BÚNAÐARRIT.
Þeir kaupmenn í Kaupmannahöfn, sem hafa íslenzkt
kjöt til sölu og eg hefi talað við, segjast aldrei hafa
íengið eins hreint kjöt frá íslandi og útlitsfallegt eins
og í haust sem leið, þrátt fyrir þá skemd, sem á mjög
miklu af því hefir verið; enda er mér kunnugt um það,
að eftirspurn hefir verið eftir íslenzku kjöti, það er að
segja óskemdu.
Tvent hefir stutt að því, að kjöt frá íslandi leit
betur út en undanfarin ár. Menn eru bæði farnir að
vanda meðferðina á kjötinu meira en verið hefir, og
tíðarfarið síðastliðið haust var óvenjulega gott áíslandi,
en mesti munur er á því. að slátra fé, sem er blautt
og forugt, eða því, sem er hreint og þurt. Við slátrun
á blautu og óhreiuu fé þarf alúðar-nærgætni til þess að
ekki fari óhreinindi úr gærum og af fötum manna i
kjötið.
Mestan þátt í verkun kjötsins eiga sláturhúsin, sem
vér þegar höfum fengið, þó þau séu enn sem komið er
alt of fá. En fyrst er vísirinn og svo er berið. Eg vona
að á næsta sumri verði bygð fleiri sláturhús á íslandi
en þau, sem þegar eru reist, og einnig talsvert fullkom-
nari, þvi það sannast fljótt, að það verður eitt af því.
sem margborgar sig. Fyrir því er fengin reynsla. Við
hvert sláturhús þar' að byggja geymsluhús fyrir fé, svo
stórt, að liægt sé að hýsa það fé, sem slátra á um dag-
inn. Þá getur féð verið þurt og þokkalegt, því óger-
andi er að siátra biautu og forugu fé, og ættu menn
ekki að gera það. Slík fjárhús eða geymsluskúrar þyrftu
ekki að vera tilfinnanlega dýr, því nota má eina hlið-
ina af sláturhúsinu sjálfu. Með fram hliðunum á fjár-
húsinu má svo slá upp jötum til heygjafa, ef með þarf.
Það er vonandi, að þetta komist í lag áður en mörg
ár líða. Það er undir verkun kjötsins komið, hvort
bændur fá hærra verð fyrir það eða eigi.