Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 263
Nokkur orð um mjöl.
Eftir Ásgeir Torfasoii cand. polyt.
Ein heizta fæðutegund okkar íslendinga og flestra
annara þjóða eru korníegundirnar eða kornmaturinn,
eins og það er kallað hér. Við stöndum því miður það
ver að vígi en fjöldi annara þjóða, að við verðum að
flytja allan kornmat að frá öðrum löndum, því loftslag
okkar er kaldara og óstöðugra en svo, að korntegundir
geti að jafnaði náð fullum þroska. Að það er ekki
neitt smáræði, sem við kaupum af þessum vörutegund-
um, má sjá í Landshagsskýrslunum. Árið 1906 eru
flutt til landsins 2731600 ÍB af rúg, 6474400 ‘S? af rúg-
mjöli, 1565400 af bankabyggi, 1768000 ÍB af hrís-
grjónum, 1400200 ‘S? af óvönduðu heitimjöli (overhead-
mjöli), 2530000 ‘8? af vönduðu hveitimjöli og auk þess
talsvert af öðrum kornvörum. Alls voru fluttar til
landsins það ár kornvörur fyrir 1988362 krónur.
Af því, að við verðum að flytja kornvöruna að, leiðir,
að við verðum að sætta okkur við þá vöru, sem flyzt
hingað, hvort sem hún er góð eða ili; og það er satt
bezt að segja, að hún á varla saman nema nafnið. Það
munar engum smámunum, hvort kornvara 'sú, er við
kaupum, er t. d. Vio næringarminni en vera á, og þó
er víst, að það getur munað miklu á slæmri og góðri
vöru. Það er hlutfallslega hægt að sjá, hvort kornvara
er skemd, þegar korntegundirnar eru ómalaðar, enda
miklu sjaldgæfara, að þær séu sviknar þá; þó hefir
heyrst talað um maðkað og skemt korn; en svo ber-
sýnileg svik ættu menn að geta varast. Rúgur á að vera
17*