Búnaðarrit - 01.01.1909, Side 264
260
BÚNAÐARRIT.
einlitur, ljósgului', kornin slétt utan, hrökkva í sundur
undir tönninni og vera hvít í sárið. 1 pottur af rúg
á að vega sem næst 1 ffi 40 kvint, má reyndar vega
dálítið minna að skaðlausu. Ef kornin eru mislit, svört.
á endunum eða gul í brotið, ellegar ef mikið er af
öðrum fræjum í rúginum, er hann skemdur eða svikinn
og lélegur til fæðu og getur jafnvel verið skaðvænn.
Öðru máli er að gegna um mjölið. Þar er miklu hægra
að koma svikum við, og miklu erfiðara að sanna þau.
Eg skal þó leitast við, að gefa nokkrar bendingar í þessa
átt, en því miður geta þær ekki orðið fullnægjandi, því
rannsókn á mjöli er svo mikið vandaverk, að hún verð-
ur ekki gerð, svo áreiðanieg sé, nema á þar til útbún-
um rannsóknastofum, en vonandi geta þessar bendingar
þó nægt til, að leiðbeina mönnum í því, hvort ástæða
sé til þess, að láta rannsaka vöruna eða ekki. Að láta
rannsaka slíkt er heldur ekki nein frágangssök nú
orðið, síðan vel útbúin rannsóknarstofa var stofnuð í
landinu sjálfu, svo ekki þarf lengur að leita til annara
landa í þeirn efnum, eins og i svo mörgu öðru.
Svo sem kunnugt er, er mjöl búið þannig til, að
kornið er tætt i sundur — malað — annaðhvort eins eg
það kemur fyrir með hýði og öllu saman, eða þá að hýðið
er fyrst tekið af korninu með þar til gerðum áhöldum,
og svo kjarninn malaður sér á eftir. Almennustu mjöl-
tegundirnar hér á landi eru rúgmjöl og hveitimjöl. Hið
fyrra er malað úr rúginum með hýði og öllu saman.
Stunduin er það þó sáldað, svo mestur hluti hýðisins
er tekinn 'úr því, og er það þá nefnt „sigtimjöi".
Hveitimjölið er unnið með síðartöldu aðferðinni, kornið
skrælt fyrst og kjarninn svö malaður, og er því mjög
lítið af hýði eða hrati i því, ef það er gott.
Til þess að mjölið verði gott, verður kornið, sem
það er malað úr, að vera fullþroskað, ósjúkt, óbiandað
og óskemt, og ekki blandað saman við það neinum
annarlegum efnum; enn fremur verður að geyma mjölið