Búnaðarrit - 01.01.1909, Side 265
BÚNAÐARRIT.
261
vel, svo það ekki skemmist. Þegar dæma á um gæði
mjöls, verður fyrst fyrir að spyrja: er þetta mjöl hreint
og óblandað, óskemt og hæfilegt til þess, sem á að nota
það til ? Því þótt mjöl sé t. d. illhæft í brauð, getur
það haft gott næringargildi, og því verið ágætt skepnu-
fóður.
Eftir útliti mjölsins og ytri eiginleikum þess má
fara talsvert nærri um, hvernig það er, þótt ekki só
hægt að dæma um það að öllu ieyti, nema með ná-
kvæmri rannsókn.
Litur mjölsins hefir talsverða þýðingu. Það er
venjulega því betra, sem það er ijósleitara; því minna
er i því af hýðinu, hratinu. Viiji maður bera saman
lit tveggja mjöltegunda, er bezt að láta dálitlar hrúgur
af þeim á svarta eða dökka fjöl og slétta þær ofan með
gleri, dýfa síðan fjölinni með hægð ofan í vatn, svo
mjölið vökni jafnt, og taka hana svo strax með hægð
upp úr. Litarmunurinn kemur þá greinilegar ljós. Ekki
má þó reiða sig á litinn eingöngu, því vel getur farið
svo, að þar sé flagð undir tögru skinni, ef mjölið t. d.
er blandað einhverjum efnum, sem lýsa það.
Á bragðið á mjölið að vera sætt og siimkent, án
nokkurs afkeims, en má ekki vera dauft eða óþægilegt
á bragðið og allra sizt ramt. Það er vottur um skemdir
eða svik 1 mjölinu, t. d. að það sé farið að fúna eða
mygla eða í því sé mikið af mjöli úr iligresisfræjum.
Hvorttveggja er óhæfilegt og getur jafnvel verið skað-
legt. Oft er á þessa leið hægt að sjá, hvort illgresis-
fræ er í mjöli: 100 cm3 af 70% vínanda og 5 cm3 af
saltsýru er blandað saman. Síðan eru tekin 2 grömm
af mjöli og látin í mjótt glas og helt yfir það 10 cm8
(svo sem tveim vænum teskeiðum) af áður nefndri
blöndu, hitað ögn og hrist og síðan látið setjast til.
Hreint rúgmjöl og hveitimjöl lita blönduna því nær ekki,
haframjöl og byggmjöl gera hana dálítið gula, en mjöl
úr illgresisfræjum lita hana meira eða minna rauða og