Búnaðarrit - 01.01.1909, Blaðsíða 268
264
BÚNAÐARRIT.
þá er varla unt að gefa reglur, er dugi til þess, að hver
og einn geti fundið þau.
Það hefir oft leikið orð á því, að mjöl það, sem
flyzt til landsins, væri ekki svo gott sem skyldi, held-
ur oft svikið og skemt. Sjálfsagt er nokkuð til í þassu,
enda eru svikin og skemdirnar stundum svo miklar, að
þær hljóta að liggja hverjum manni í augum uppi.
Því miður hefir þetta nálega ekkert verið rannsakað
enn þá, sem væri þó mjög nauðsynlegt, ætti helzt að
rannsakast um land alt við og við, svo að þeir sem
flytja inn vöruna hefðu dálítið aðhald með, að vanda
hana. Pjárútlát eða önnur hegning ætti svo að liggja
við, að flytja sannanlega svikna eða skemda vöru.
Á rannsóknastofuna í Reykjavík kemur fremur lítið
af mjöli, og þá helzt fóðurmjöl, t. d. mais. Yið og við
kemur þó rúgmjöl til rannsókna, og set eg hér skýrslu
um rannsókn nokkurra sýnishornanna, og til samburðar
efnasambönd rúgmjöis, eftir útiendum rannsóknum.
Nr. 1-—-4 eru rannsökuð að undirlagi Búnaðarfélags íslands.
Þessar 4 rúgmjölstegundir eru keyptar í 4 helztu korn-
vöruverzlunum Reykjavíkur. Reyndust þær allar ósviknar
og all-góðar. Nr. 2 hefir þó nokkuð lítið næringargildi
og heflr orðið fyrir hálf-slæmri geymslu, en ekki bar
þó svo mikið út af, að mjölið megi ekki teljast vel við-
unandi vara. Allar þessar mjöltegundir virtust góðar til
bökunar, og sama er að segja um nr. 5, sem er af
Norðurlandi. Hafði verið kvartað yfir því, en það sýndi
sig að vera ástæðulaust, því mjölið var ósvikið og gott.
Nr. 6 er af Austurlandi. Það er nokkuð blandað bygg-
mjöli, en annars ósvikið og næringargildi þess ágætt.
Sá hængur er þó á, að kvoðuefnin hafa af einhverjum
ástæðum skemst, svo ilt er að baka úr þvi, en væri
mjög gott skepnufóður. Nr. 7 er sigtimjöl alveg óbland-
að og ófalsað. Hafði verið kvartað undan því, en að
ástæðulausu. Hjá vönum bakara varð úr því gott og
fallegt brauð. Askan er mjög lítil, sem kemur af því,