Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 270
Kensla eftirlitsmanna 1908.
Kensluskeiðin voru tvö á þessu ári. Það fyrra hófst
22. febrúar og stóð yflr til 31. marzmánaðar. Kenslunnar
nutu 4 piltar og voru þeir þessir:
Arni Gíslason, Miðdal, Kjósarsýslu,
Sigurður Jónsson, Öxl, Húnavatnssýslu,
Stefán Sigurðsson, Hrepphólum, Árnessýslu,
Þorgils Hjálmsson, Óslandi, Skagafjarðarsýslu.
Þeir Árni og Stefán höfðu áður verið á skólanum
í Flensborg, en hinir voru búnemar frá Hólum. Þess
skal ennfremur getið, að Þorgils hafði áður verið við
eftirlitsnám veturinn 1905.
Kennarar voru sömu og áður höfðu verið, og kensl-
unni hagað eins og að undanförnu.
Seinna námsskeiðið hófst 1. nóvember og stóð yflr
til 15. desember. Var það áður auglýstákápu Búnaðar-
ritsins, svo sem venja er til. Kenslunnar nutu 3 piltar
og voru þeir:
Brandur Einarsson, Reyni, V.-Skaftafellss.,
Gísli Jónsson, Yztaskála, Rangárvallasýslu,
Pétur Eyvindsson, Grafarhclti, Kjósarsýslu.
Enginn þeirra hafði áður verið í skóla eða notið
verulegrar kensiu.
Kensluna höfðu á hendi Magnús Einarsson dýra-
læknir og undirritaður. Magnús Einarsson kendi líffæra-
fræði 5 stundir á viku, og um doðalækningar og júfur-
sjúkdóma 1 stund á viku. — Undirritaður kendi fóður-
fræði 5 stundir á viku, eftirlitsreikning 6 stundir á viku
og verklegar fitumælingar 1 stund á viku. A.uk þessa
nutu nemendurnir verklegrar æfingar í mjöltum á hver-