Búnaðarrit - 01.01.1909, Síða 272
268
BÚNAÐARRIT.
Guðmundur Jónsson frá Yalbjarnarvöllum, Mýras.,
Hjálmar Þorsteinsson úr Borgarhreppi, Mýrasýslu,
Ólafur Sveinbjarnarson af Rauðasandi, Barðastr.s.,
Þorvarður Einarsson frá Blönduhlíð, Dalasýslu.
Hver nemandi naut kenslu í 6 vikur, en sumir
störfuðu lengur að plægingunum. Kenslan fór fram á
ýmsum stöðum, þar sem Alfred Kristensen vann að
plægingum fyrir bændur og aðra. Alls hafði hann
haustið 1907 og vorið 1908 plægt 288A dagsláttur, þar
af herfað og sáð höfrum í 17Ú2 dagsláttu.
Vinnulijúaverðlaun 1909.
Um þau sóttu 53 hjú, 16 vinnumenn og 37 vinnu-
konur. T’yrri verðlaunin fengu 3 vinnumenn og 3 vinnu-
konur — þau er hér verða. fyrst t.alin — en önnur verð-
laun 3 vinnumenn og 13 vinnukonur. Verðlaun fengu
þá alls 22 hjú, 6 vinnumenn og 16 vinnukonur. Allar
vinnukonurnar, er verðlaun fengu, höfðu verið í einni
vist eða tveimur nær 30 ár eða þar yfir, og vinnu-
mennirnir allir yfir 20 ár. Nokkrum umsóknum fyigdu
engin vottorð eða ónóg. Er hætt við, að af þeirri or-
sök hafi eitthvert hjúið farið á mis við verðlaun, sem
annars hefði fengið þau. — Vinnumennirnir fengu í verð-
launin göngustafi, en vinnukonurnar skeiðar, skúfhólka,
bækur o. fl.
Hjúin, sem fengu verðlaun, voru þessi :
1. Bjarni Guðnason, Kotvogi, Gullbringusýslu.
2. Guðmundur Pétursson, Skarði, Dalasýslu.
3. Ingibjörg Sigurðardóttir, Reynifelli, Rangárvallasýslu.
4. Ingimundur Pálsson, Strönd, Vestur-Skaftafeilssýslu.