Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 274
270
BTJNAÐARRIT.
Nú var úr vöndu að ráða, því að hvergi var unt að fá
að láni annað betra herfi þá í svipinn, því eina herfið,
sem um gat verið að ræða eins og hér stóð á (40 kr.
herfi), var til á næsta bæ, en var þar í daglegri notkun.
í þessum vandræðum datt mér í hug, að reyna
að búa mér til eitthvað, sem eg kynni að geta notast
við í þetta skifti, til þess að komast hjá þeim auka-
kostnaði, að láta raka saman ailan áburðinn af túninu,
til að mala hann, og dreifa honum svo yfir aftur á ný.
— — Og svo bjó eg mér til úr girðingavír og tré eins
konar áburðarherfi eða „slóða“, lagði á það ný-upprista
túnþöku, spenti hest fyrir það og herfaði með því alt
túnið, og tókst það svo vel, að áburðurinn hvarf alveg
ofan í rótina, svo að alls ekkert rakaðist af.
Mismunurinn á verkinu eftir þessi tvö ávinsluherfi
var svo mikill og greinilegur, að það hattaði fyrir lengi
á eftir, þar sem vírherfið tók við af hinu herfinu, --
svo mikið grænni varð rótin eftir vírherfið. — og sem
meira var, það kom fram sami litarmunurinn á hánni
aftur í haust á sama stað, — sem eðlilega hefir or-
sakast af því aðallega, að túnið naut alls áburðarins
eftir vírherfið, en ekki nema nokkurs hluta hans eftir
hitt. En auk þess lagði vírherfið sig mikið jafnara og
betur eftir lautunum og ýfði grasrótina einnig jafnara
og betur.
Eins og nærri má geta ræð eg eindregið öllum
bændum til, að eignast svona ávinsluherfi. Það dugar
betur en öll önnur, sem eg þekki, og kostar þó svo sem
ekki neitt í sumanburði við önnur. Það dugir á öll
slétt og vel greiðfær tún, og jafnvel fremur en öll herfi
önnur, að því er virðist.
Hver sem vill getur fengið svona herfi hjá mér,
sent á minn kostnað með skipum á næstu höfn, ef
hann sendir mér 10 krónur fyrir það með pöntun sem
fulla borgun.
Einnig geta menn fengið að sjá frumstykki þessa