Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 275
BÚNAÐARRIT.
271
herfis — hér heima hjá mér, ef menn vilja það fremur,
til að gera eftir því.
Yerkfæri þetta er afar-einfalt og tilkostnaðarlítið, og
það svo, að nálega hver laghentur maður getur búið
það til sjálfur, svo að dugi; en þó ímynda eg mér, að
það geti komið til að kosta alt að 10 kr. með fiutnings-
gjaldi með skipum frá Reykjavík, en mundi þó fást fyrir
minna en það, ef mörg væru pöntuð í einu, og því ó-
dýrari sem íleiri væru keypt í einu.
* * * * * *
* * *
Þegar eg varð þess áskynja, að höfundur ofanrit-
aðrar greinar hafði búið sér til ávinsluherfi það, sem
hann lýsir hér að framan, fór eg upp að Reykjum
til að sjá þenna kostagrip. Herfið var þar á túninu,
en ekki varð því komið við, að sýna mér hvernig það
ynni. Það sem eg því sá í það sinn var það, að herfið
er nógu einfalt, svo einfalt nærri því að segja, að hver
klaufi, sem einu sinni hefir séð það, getur búið það til.
í það fara nokkrir faðmar af gaddavír, lítið eitt af
sléttum vír og þrjár eða fjórar smáspýtur. — Bað eg
Stefán að senda eitt herfi til Jarðræktarfélags Reykja-
víkúr og reyndi eg það síðan á túni hér í bænum.
Áburðurinn var þá orðinn svo harður eftir vorþurkana,
að útlent hlekkjaherfi vann ekki á honum; þetta muldi
áburðinn nokkuð, þó ekki vel vegna herzlunnar.
Að mínu áliti hefir Stefán unnið þarft vcrk með
því, að finna upp þetta nýja herfi; virðist mér að það
geti komið að fullu gagni við að mylja áburðátúnum.
Einar Helgason.