Búnaðarrit - 01.01.1909, Síða 278
274
BÚNAÐARRIT.
og hyggindum og bætt og lagaS önnur. Yitaskuld hafa
þeir haft góð skilyrði til þess, að komast jafnlangt í þess-
ari grein, sem þeir eru komnir. Hinar öru og hagfeldu
samgöngur og hin greiða og góða verzlun hefir alstaðar
mest að segja, og það sést bezt á Englandi, hve mikið
gott. með þessu tvennu flýtur. Svo er það margt fleira,
sem getur komið til greina í þessu efni, sem verður þó
að mestu slept. En þó má benda á það, að þá fyrst
fleygði kvikfjárrækt fram til muna, þegar alment var
orðið að rækta fóðurnæpur. Þá varð hægt að fóðra vel
alla árstíma, en það gera nú Englendingar.
Athygli skal og leitt að því, að þeir ákveða hvert
kyn, setja sér reglur, sem svo er unnið eftir. Einnig
halda þeir sameiginlegar ættartölubækur eða bók fyrir
sérhvert kyn. Þegar t. d. var byrjað á að rækta eða
bæta Cheviot-kynið, þá veittu menn því eftirtekt, að á
meðal einstaklinga kynsins var einn litur beztur, eitt
sköpulag bezt og eitt ullarfar bezt. Menn veittu því og
eftirtekt, að þetta bezta þrent var hægt að sameina í
einum einstakling, og hann gat látið slík einkenni og
eiginleika smátt og smátt ganga í arf til afkvæmanna.
Þar með voru þessir kostir ákveðnir og bundnir við kynið,
eða kynið við þá.
En eg ætla mér að leiða talið aðallega að kynblönd-
unarræktinni og tek það fram, að reynslan er nú sú, að
þeir, sem bezt vit hafa á kynbótum búfjár og lengst
hafa komist í þeim greinum, svo sem áðurnefndir menn
og ýmsir fleiri, hafa notað kynblöndun. Með henni
hafa þeir gert kynbætur og með henni hafa þeir fram-
leitt kostakyn, sem áður voru ekki til.
Leicester-kynið er það fjárkyn, er fyrst var ræktað
á Englandi. Það er mjög merkilegt kyn, ekki eingöngu
af því, að það er fyrsta kynið, heldur miklu fremur af
því, hve mörg önnur sauðfjárkyn búið er að bæta með
því; og enn er það notað mjög miltið til kynblöndunar
á Norður-Englandi og Skotlandi, og þar að auki meira