Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 280
276
BÚNAÐARRIT.
blendinga f1/* blóðseinstaklinga) og tvíblendinga (3/i blóðs-
einstaklinga) og stöðva þar tímgunina, það er að skilja:
hafa ekki þessa kynblendinga til tímgunar. Það reynist
sem sé hægt á þessu stigi samblöndunarinnar, að sam-
eina kosti tveggja og þriggja ólíkra kynja og láta þar
að auki koma fram nýja kosti, svo sem bráðari og stærri
vöxt heldur en á sér stað hjá hreinum foreldrakynjun-
um. En reynslan heflr þráfalt sýnt, að kostir einblend-
inganna taka breytingum og helzt á þann hátt að þverra,
ef einblendingar eru hafðir til framtimgunar, og er því
ekki eigandi undir þeim til þess.
Þegar um sauðfé er að gera, þá miðar þessi tak-
markaða kynblöndun að því, að framleiða vænna, betra
og um leið arðmeira fé til slátrunar, heldur en annars
er kostur á, án þess að auka tilkostnaðinn við framleiðsl-
una. Að því er hestana snertir miðar slík blöndun að
því, að framleiða stærri hesta og vísast að ýmsu öðru
leyti betri, og að sjálfsögðu verðmeiri, en að minsta kosti
móðurkyn blendinganna, eða verðgildismeiri en svarar
auknum tilkostnaði við framleiðsluna. Og að því er naut-
gripina snertir, þá hafa slíkir kynblendingar á sinn hátt
sömu kosti og sauðfé til slátrunar og á annan hátt
aukna kosti til mjólkurframleiðslu.
Takmörkuð kynblöndun á Norður-Englandi og Skot-
landi er framkvæmd í stórum stíl, einkum á sauðfé.
Hún er merkileg og athugunarverð, og vil eg því meðal
annars skýra frá því, hvernig hún er framkvæmd.
Óræktað land á Skotlandi og Norður-Englandi er
tiltölulega mikið og svo að segja alt heiðar og fjallalönd.
Sumt af því er gott beitiland, annað ekki gott og meira
er aí því. Á þessu landi eru höfð einungis tvö sauðfjár-
kyn : Cheviot og svarthöfðakyn. Hið fyrnefnda hafa menn
þar, sem landkostir eru beztir; enda er það stærra og
hoidiagnara. En hið síðarnefnda er haft þar, sem land-
kostir eru minstir. Það er og nægjusamara og sein-
þroskaðra en hið fyrnefnda. Þessu fé er aldrei geflð