Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 281
BÚNAÐARRIT.
277
nema þegar ekki nær til jarðar fyrir snjó. Og þar sem
þessi kyn eru höfð, er sauðfjáreignin svo að segja ein-
göngu ær. Eru þær látnar ganga með og dilkarnir seldir
á haustin, allir nema þeir, sem þarf til viðhalds stofnin-
um. I fjallalöndunum er fjárframleiðslan langmest, en
þar er féð ekki fitað eða alið til slátrunar.
Bændur, sem hafa ástæður til þess að stunda full-
komna jarðrækt á láglendinu þar sem frjóri'a er, kaupa
þessa dilka og fita þá á veturna með því að gefa þeim
næpur, kraftfóður og hey. Einmitt á heiðunum og fjalla-
löndunum er einkum hin takmarkaða kynblöndum á sauð-
fé. Þar eru framleiddir einblendingar af svarthöfðakyni
og Cheviot og svo nefndu Border-Leicesterkyni (Landa-
mæra-Leicester). Það kyn er miklu stærra en hin,
bráðþroskað og íeitlagið mjög, en jafnframt talið hið lin-
gerðasta, sem til er á Bretlandi. Einblendingarnir undan
Cheviotám og Leicesterhrútum nefnast hálfkynjungar
(half bred), og einbiendingarnir undan svarthöfðaám og
Leicesterhrútum nefnast grásnoppungar (greyfaced). í
fjallalöndunum er framleitt svo mikið af nefndu biendings-
fé, sem við verður komið, með því að haida ærstofnun-
um hreinkynjuðum, því blendingsféð svarar langbezt
tilkostnaði. Það kemur af því, að í blendingunum eru
sameinaðir kostir tveggja ólíkra kynja og nýir kostir
korna fram, er leiðir af blönduninni. Og þessir kostir
samrýmast lífsskilyrðunum í óræktaða hálendinu án alls
aukatilkostnaðar. Þar getur þó Leicester-kynið ekki þrif-
ist til lengdar á sama hátt og hin kynin. Til eru bænd-
ur á hálendinu, sem framleiða eingöngu þessa einblend-
inga. Þeir hinir sömu hijóta að seija alla sína dilka,
og verða þá að kaupa svarthöfðaiömb eða Cheviotlömb
á haustin til viðhalds ærstofninum; en fremur fátt býðst
af þeim gimbrarlömbum hreinkynjuðum; þess vegna
fylgja langflestir þeirri reglu, að framleiða einblendinga
einungis undan 8/s hluturn af ærstofninum og helzt und-
an þeim ám, er virðast óálitlegastar til kynbóta, því eins