Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 282
278
BÚNAÐARRIT.
og eg sagði hljóta þeir að selja alla einblendinga, annað-
hvort, dilka eða ársgamla. Og þeir sem kaupa þá til fit-
unar slátra þeim flestum 7—16 mánaða gömlum.
Nú á seinustu árum færist meira og meira í vöxt
að framleiða tvíblendingsfé, en það er ekki gert á há-
lendinu, heldur á láglendinu. Tvíblendingarnir eru fi’am-
leiddir undan hálfblendingsám og Oxford-hrútum eða
Hampshire-hrútum, og í öðru iagi undan grásnoppuám
og Oxfordhrútum. Þeir eru því steyptir úr þremur kynj-
um Ú/r Cheviot -f */4 Leicester -f- Va Oxford eða xjn
svarthöfða -f- x/i Leicester -j- J/2 Oxford) og nefnast
þeir á Englandi Downcross1. Það er stórvaxnast og
verðmest af öllu fé, er eg sá á mörkuðum þar.
Á búfjármörkuðum í Newcastle, Carlisle, Hawick,
Beilingham og víðar gafst mér tækifæri til þess að athuga
kosti og verðmæti ýmsra fjárkynja og þar á meðal kyn-
blendinga þeirra, er nú voru nefndir. Bæði var mór skýrt
fi'á því, og eins veitti eg því eftirtekt, að verðmunurinn í
okt.br.m. í fyrra á grásnoppulömbum (undan svarthöfðaám
og Leicesterhrútum) og hreinkynjuðum svarthöfðalömbum
var 6—12 kr. Grásnoppulömbin seldust á 20—26 kr.,
en hin á 14—20 kr. Hvorirtveggja dilkarnir voru jafn-
gamlir, fæddir af sama ærkyni, á samskonar landi. Svip-
aður verðmunur var á hálfblendingslömbum (undan Che-
viotám og Leicester hrútnum) og hreinkynjuðum Cheviot-
lömbum. Einn bóndi, Tomas Irving að nafni, er eg
kyntist sjálfum, seldi í Carlisle á Kumbaralandi 12. apríl
í vetur 40 gemlinga; annar helmingurinn af þeim voru
grásnoppungar og hinn helmingurinn svarthöfðungar.
Grásnoppungai-nir seldust á 34 kr., en hinir á 22 kr.
til jafnaðar. Mismunurinn var 12 kr. Eigandinn fræddi
mig á því, að allir þessir gemlingar væru jafngamlir og
að þeir hefðu gengið í sama haglendi um sumarið
1. Downkyn nefuaat sameiginlegu uafni 7 eða 8 fjárkyn á
á Suðui'-Englandi.