Búnaðarrit - 01.01.1909, Síða 283
BÚNAÐAJRRIT.
279
með svarthöfðaám, fært frá á sama tíma, i ágústm.lok,
beitt saman á góðu haglendi fram að miðjum desem-
berm., en þá var byrjað að ala þá saman á venjulegan
hátt. Þeir höfðu því átt við sömu kjör að búa frá því
fyrsta og tilkostnaðurinn hafði verið hinn sami. Að vísu
gat bóndinn þess, að kynblendingarnir mundu hafa étið
meira af fóðurnæpum, og í öðru lagi þess, að ærnar,
mæður einblendinganna, hefðu verið öllu holdminni um
haustið en mæður einkynjunganna, þó ekki sem munaði
því, að þær þyrftu aukafóður eða betra haglendi fram
yfir hinar. Ekkert fé var vegið þarna. Yið vissum því
ekki um þyngd þessara kinda, en gizkuðum þó á, að ein-
blendingarnir mundu vera 30—35 pundum þyngri en
einkynjungarnir að meðaltali. Þetta dæmi álít eg rétt
sýnishorn af mismuninum á vænleika og verðmæti ein-
blendinganna og einkynjunganna, sem framleiddir eru á
liálendinu, eins og hann gerist alment.
Til dæmis upp á það, hve margt er framieitt af
kynblendingum á Norður-Englandi, skal geta þess, að í
borginni Carlisle var í vetur sem leið selt vikulega 4—
5 þúsund sauðfjár til slátrunar. Eg kom þar einu sinni
og tvisvar á mánuði, og veitti því þá eftirtekt, að af
öllu þessu fé voru 70—80°/o kynblendingar — einblend-
ingar og tvíblendingar. En eg vissi ekki til þess, að það
væri að tiltölu selt meira af kynblendingum þar, en á
ýmsum öðrum stöðum, t. d. Hexham, Newcastle, Hawick,
Ayr, Lanark, Edinburgh, Glasgow, Perth og víðar.
í desembermánuði í vetur (2. og 3. des.) kom eg á
sláturfjársýningu í Edinburgh; þar voru sýnd ýms kyn
og kynbiendingar á ýmsum aldri, og voru verðlaunaðar
3 kindur samskonar saman og þrenn verðlaun gefin. Yil
eg skýrahér frá þyngd (í enskum pundum) á nokkru af
því fé, er hlaut fyrstu verðlaun1
1. Tölurnar teknar eftir skýrslu í blaðinu „The Scotchman11.