Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 287
BÚNAÐARRIT.
288
og sama skapnaðarlagi, sem því var eiginlegt fyrir 1000
árum. Þetta kyn er heldur smátt, 56—60 þuml. á hæð.
Það er nefnt ýmsum nöfnum, eftir eyjum og landshlut-
um, þar sem það elst upp, svo sem Moor, Fell, Forset
og Polo kyn.
Sjón er sögu ríkari um kynblöndun og bætur á þessu
kyni. En fróðleg ritgerð einmitt um þetta efni er í árs-
riti Búnaðarfélags Skotlands fyrir árið 1904 — The High-
land and Agricultural Society of Scotland 1904.
Það er alls ekki tilgangurinn að rita hér um naut-
griparækt Breta yfirleitt, jafnvel þótt mikið megi um
hana segja, einkum vegna þess hve nautakynin eru mörg,
17 kyn allólík og fjarskyld. En eg get ekki stilt mig
um, að geta um eitt einblendingskyn á Bretlandi, sem
mönnum, er til þekkja, verður starsýnt á.
En fyrst verður þá að segja frá tveimur hreinum
kynjum. Stutthyrndakynið enska er eitt hið stærsta og
feitlagnasta kyn þar; þó er það notað jöfnum höndurn
til slátrunar og mjólkurframleiðslu ekki siður, þóf.t það
sé ekki talið gott mjólkurkyn. Þetta kyn hefir ekki einn
lit: sumir einstaklingar eru hvítir, nokkrir rauðir og aðrir
rauðgráir. Annað nautakyn á Bretlandi nefnist Gallo-
way og á einkum heima í hóruðunum við landamæri
Skotlands og Englands. Það er og feitlagið, en ekki eins
stórt og hið fyrnefnda, loðið eða langhært, hraust og harð-
gert, gengur úti sumar og vetur og er aldrei mjólkað
— kálfarnir ganga með mæðrunum — kollótt og kol-
svart á lit. Fyrir fáum (20—30) árum fóru menn nokk-
uð alment að framleiða einblendinga undan Galloway-
kúm og hvítum stutthyrndum nautum. Þessireinblend-
ingar eru hníflóttir og blágráir á lit — annað hárið svart
en hitt hvítt. Merkilegt við þessa blágráu nautgripi er
þetta: Þeir verða stærri en stutthyrnda kynið og pundið
í þeim lifandi er verðmeira en í flestum öðrum nauta-
kynjum, en mér er ekki kunnugt um, hvort það stafar