Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 288
284
BÚNAÐARRIT.
af því, að þeir svara betur til lifandi þunga á blóðveilir
eða kjötið af þeim er í sjálfu sér verðmætara en annað
nautakjöt. Loks er það ekki sízt merkilegt, að blágráu
kýrnar eru góðar mjólkurkýr, mun betri en hvort for-
eldrakynið fyrir sig er. Jafnvel beztu mjólkurkynin þar,
svo sem Ayrshire- og Jersey-kynin, gera ekki betur en
jafnast á við blágráu kýrnar. Mjólkurbú og smjörbú á
Englandi og Skotlandi sækjast sérstaklega eftir þessum
blágráu kúm. Þær eru látnar eiga 3—4 kálfa og fitað-
ar síðan til slátrunar. En blágráu nautgripirnir þykja
ekki að sama skapi góðir til undaneldis senr þeir eru
góðir sjálíir; þess vegna eru þeir ekki notaðir til þess.
Tvíblendingar komu undan kúnum, sem hafðar eru til
mjólkurframleiðslu, en þeim er öllum slátrað ungum.
Mér gafst tækifæri til þess að kynnast þessu nautfó bæði
á mörkuðum og annarsstaðar. Annars má fræðast um það
í ársritum búnaðarfélaganna á Englandi og Skotlandi.
Takmörhuð kynblöndun hér á landi.
Það er nú orðin sannfæring mín, að það sé kominn
tími til þess að flytja hingað til landsins að minst.a kosti
útlend sauðfjárkyn og útlend hestakyn, eftir að eg hefi
velt því máli fyrir mér í nokkur ár. Alveg nauðsynlegt
og tímabært, að við fáuin nú að reyna fleiri búfjárkyn
en þau, er íluttust hingað fyrir þúsund árum. Og það
er fleira en eitt, sem mælir með því, að það dragist ekki
'lengur að koma þessu í framkvæmd. Yið megum ekki
vel við því, að sitja lengur af okkur þá hagsmuni, sem
eg tel efalaust að verði samfara þeim innflutningi, ef fram-
kvæmdin verður með því fyrirkomulagi, er eg hugsa
mér. Annars vegar þörfnumst við rýmra verksviðs innan
takmarka kvikfjárræktarinnar, svo við getum notað betur
alla okkar landkosti og svo við getum notið okkar mann-
gildis.
Nú er víst ekki litið svo á, að við stöndum á háu
stigi með kvikfjárræktina. * En hvers vegna? Eg fæ ekki