Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 289
BÚNAÐARRIT.
285
skilið, að það sé svo mjög vegna þess, að við höfum farið
mikið ver með okkar búfé, en gerst hefir og gengur hjá
mörgum öðrurn þjóðum. Og eftir því sem eg hefi litið
til, þá eru hér sauðfjárræktarskilyrði betri en á öllum
öðrum Norðurlöndum. Enda munurn við að vissu leyti
þola samanburð á þessu sviði við Norðurlandaþjóðir, en
það er ekki á við mikið að jafnast. Við þurfum að
mæla okkur á brezkan mælikvarða. Á Bretlandi er hin
bezta fyrirmynd kvikfjárræktarinnar. En okkar verksvið
hefir verið einhæft eða takmarkað, okkur hefir vantað
að þekkja eitthvað betra en það, sem þurft hefir að bæta.
Sá sem hefir aldrei lesið nema 5 blöð í biblíimni
getur ekki verið vel að sér í henni. Við höfum ekki
heldur haft mörgum blöðum að fletta í bók dýraríkisins,
og því er ekki að furða sig á því, þótt okkur sé ábóta-
vant með þekkinguna þar.
Þeir sem vilja framkvæma takmarkaða kynblöndun
á sauðfé og hestum hér á landi þurfa að hafa til þess
útlend kyn. Eg álít ekkert vafamál, að við eigum að
ílytja inn sauðfé frá Bretlandi í því augnamiði. En þar
er um mörg kyn að velja, og vitaskuld mundu þau ekki
öll reynast jafngóð til þessa. Af 6 kynjum, er eg þekki
á Norður-Englandi og Skotlandi, eru 3 álitlegust til inn-
flutnings. Bað eru Cheviot, Oxfordchire-Down, Border-
Leicesterkyn, og skal eg í fáum orðum lýsa þeim nokk-
uð hverju fyrir sig.
Cheviot-kyn. John Robson í Newton, bókhaldari og
kjörmaður Cheviotfélagsins, segir meðal annars í inn-
gangi ættartölubókar Cheviotkynsins, að feitir fullorðnir
hrútar vegi minst 200 pd. og reyfið af þeim sé 10—12
pd., að ær vegi 100—150 pd. og sauðir fullorðnir (2—3
ára) 160 pd., en reyfi af ám og geldfé sé 4—5 pd. að
jafnaði. Hér er átt við ensk pund og miðað við óþvegna
en fremur hreina ull. Á öðrum stað segir í sömu bók:
,Cheviotféð verður að þola afarmikla harðneskju á hrjóstr-
ugu hálendi í hörðum vetrum og hörðum vorum og það