Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 293
BÚNAÐARRIT.
289
vísu ófullkomið, en eg ætlast til þess, að myndirnar,
sem af þeim fyigja, bæti umsögnina að nokkru leyti upp.
Eg geri nú ráð fyrir því, að einhverjir ímyndi sér,
að þessi kyn muni ekki geta lifað hér á landi, einkum
þeir menn, sem ímynda sér, að hér geti ekki þrifist né
lifað önnur búfjárkyn en þau, sem fyrir eru, í þeim skiln-
ingi að vera arðberandi. Að óreyndu verður ekki um
þetta dæmt, en margt virðist mér benda á það, að slík
ímyndun hafi við litið að styðjast. Eg verð að segja,
að það er alls ekki „malið undið“ fjárkynin á Bretiandi;
þar er ekkert húsaskjól fyrir sauðfé; þess vegna hlýtur
það alt að þola blítt og strítt úti allar árstíðir. Og ekki
fer það á mis við slagviðrin, storma og stórrigningar, og
jafnvel snjóbyijir eru þar svo harðir í hálendinu, að oft
kemur fyrir, að sauðfé fennir svo þúsundum skiftir. 29.
des. í vetur sem leið fenti fé, ekki eingöngu í hálendinu,
heldur einnig á túrnipsökrum hingað og þangað um alt
Bretland. Og þótt landkostir séu misjafnir og veðráttan
sömuleiðis misjöfn á Bretlandi, þá kveður ekki meira að
því en tilbreytninni með landkosti og veðráttu í ýmsum
landshlutum hér á landi. En sem fyr er sagt komast
Bretar ekki af með minna en 23 sauðfjárkyn, fyrir utan
einblendinga og tvíblendinga af ýmsu tagi; og þótt sum
þessi kyn söu í aðalatriðum lík hvert öðru (o: Bawn-
kynin), þá eru þó hin fleiri, sem eru mjög ólík að útliti
og eiginleikum, jafnvel þótt þau lifi við alveg sömu kosti
og á sama stað. Hví skyldi þá ekki hér á landi geta
lifað nema svo að segja eitt fjárkyn?
Eg lít svo á, að þessi þrjú fjárkyn, sem eg álít lík-
legust til flutnings hingað, mundu þola loftslagið hér á-
gætlega; meira að segja, að ioftslagið mundi ekki hafa
nein veruleg áhrif á þau, þótt þau yrðu hér hreinkynjuð
um langan aldur. Þetta er bygt einkum á því, að sauð-
fé er að eðlisfari ekki viðkvæmt fyrir loftslagsbreytingum.
Og í öðru iagi er loftslagið líkt hér og á Norður-Bret-
landi á sumrin, en á veturna er hér venjulega kaldara
19