Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 294
290
BÚNAÐARRJT.
og þurrara loftslag en þar. En svo höfum við húsa-
skjól fyrir sauðfé alveg framyfir Breta, og það er efalaust
kostur í hörðum veðrum.
Um hitt má spyrja, hvort næringarskilyrðin hér á
landi fullnægi þessum kynjum, og þeirri spurningu er
ekki fyllilega svarað. — Næringin er aðalatriðið, sem
þetta veltur á. Þess vil eg nú samt geta, að eg hefi
kynst þssum kynjum töluvert rækilega og þykist hafa
athugað það rétt, að bæði Oxford- og Ijeicester-kynin
mundu haldast vel við að vetrinum á svipuðu fóðri og
sauðfé í Suður-Þingeyjarsýslu, það sem bezt er fóðrað nú
á dögum, að eg ekki tali um Cheviot-kynið, sem er nú
miklum mun nægjusamara en hin kynin. Á sumrin
þarf ekki að bæta upp hagabeitina hér á íslandi, að
minsta kost óvíða.
Eg hygg að Cheviot-kynið sé ekki nógu stórt til
þess að framleiða undan því einblendinga á Norðurlandi.
Aftur virðist mér að það mundi eiga mjög vel við á
þann hátt á Suðurlandi og Austurlandi, þar er fjárkynið
er minna og hagar þrengri en á Norðurlandi og Vestur-
iandi. En þá hygg eg að annaðhvort Oxford eða Eeice-
ster-kynið mundi eiga betur við á þann hátt á Norður-
landi.
Tilraunir. Það er nú orðin hátizka hér á landi,
að byrja ekki á neinu, nema undan séu gengnar opinber-
ar tilraunir með þetta eða hitt, og á eg þar einkum við
afiar gróðrartilraunir. Og til þess að byrja með virðist
ekki óskynsamlegt, að gera tilraun í smáum stíl með
þessi 3 kyn, t. d. 2 hrúta af hverju kyni. En ein slík
tilraun, í tvennu lagi, ætti að nægja fyrir alt landið, það
er að skilja: Cheviot-kynið á Suðurlandi, í Rangárvallar-
sýsiu eða Árnessýslu, og hin kynin á Norðurlandi, í Suður-
þingeyjarsýslu. Það er vitaskuid, að ef þessi kyn reynd-
ust óhæf þar sem tilraun væri gerð með þau, þá væru
þau um leið óhæf fyrir allt landið, að minsta kosti stærri
kynin; hugsanlegt er að Cheviot-féð gæti átt við ein-