Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 295
BÚNAÐARRIT.
291
hvers staðar hér á landi, þótt það t. d. ætti ekki við á
Suðurlands-undirlendi. — En slíkri tilraun ætti að vera
lokið eftir 3—4 ár; hún ætti ekki að þurfa aO standa
lengur yflr. En hvað kæmi svo þar næst?
Eg býst við að tilraunin leiddi í Ijós, að bezt yrði
að hallast að eins að tveimur kynjum, nefnil. Cheviot-
kyninu og annaðhvort Oxford- eða Leicester-kyninu. Og
þá yrði áframhaldið á þessa leið: Einstakir fjárræktar-
menn eða fjárræktarmenn í félagi hér á iandi kæmu
upp uppeldisstofnun á því útlenda kyni, sem um væri
að gera á þessum eða hinum staðnum. Fyrst um sinn
þyrftu þær ekki að vera fleiri en 2—3 á öllu landinu,
meðan framkvæmdin væri að komast af stað. Slíkar
stofnanir hefðu það aðalmarkmið, að ala upp hreinkynjaða
hrúta handa þeim fjáreigendum, sem vildu framleiða ein-
blendinga til slátrunar undan innlendum ám og útlend-
um hrútum. Mér finst liggja i augum uppi, að slíkar
stofnanir yrðu miklum mun „praktiskari", en að þurfa
að flytja hingað hrúta frá Bretlandi árlega, og skilja
menn vafalaust í hverju það felst. Að vísu þyrfti að
endurnýja féð á þessum uppeldisstotnunum við og við,
með því að kaupa sama kyn á Bretlandi á 10—20 ára
fresti. Þetta yrði nauðsynlegt til þess að komast hjá
því, að kynin rýrnuðu mjög af of mikilli skyldleikatímgun.
Enga nauðsyn get eg séð bera til þess, að fleyta
slíkum uppeldisstofnunum með styrk af almanna fé til
langframa, því eg get ekki skilið, að þær verði mikils
virði, ef þær geta ekki borið sig fjárhagslega, þegar liðin
eru fyrstu árin; það yrði • þá meira að segja ekki rétt að
halda þeim við. — Aftur er öðru máli að gegna með til-
raunir í byrjuninni, þótt þær væru í smáum stíl, þá virð-
ist eðlilegt að kosta þær af almanna fé, að minsta kosti
að einhverju leyti. Þær þyrftu að fara fram eftir vissum
reglum og árangurinn af þeim þyrfti að verða almenn-
ingi kunnur.
Það má gera hór áætlun um það, hvað stofn af
19*