Búnaðarrit - 01.01.1909, Síða 296
292
BÚNAÐARRIT.
Cheviot-fé, fluttur hingað frá Bretlandi, mundi kosta, sem
að líkindum reyndist rétt þegar til framkvæmdanna kæmi.
Eg tek til dæmis 30 Cheviot-kindur, 25 ær og 5 hrúta.
Ef keypt yrði í ágústmánuði, þá mundu ærnar kosta 30
kr. og hrútarnir 90 kr. til jafnaðar í innkaupi; kostnað-
ur við að kaupa fóð, dýralækisvottorð á Englandi, flutn-
ingur yfir hafið og sóttvarnarhaldskostnaður hór yrði
samtals 20 kr. til jafnaðar á kind. Allar þessar 30 kind-
ur kostuðu þá samtals 1800 kr.
Eg vil geta þess, að eg sé enga ástæðu til þess, að
sækjast eftir hinum beztu og dýrustu einstaklingum af
þeim kynjum, sem hingað yrðu flutt í þessu augnamiði, að
framleiða undan þeim einblendinga til slátrunar, heldur
ætti að vera nóg, að kaupa fé eins og þar gerist alment,
hina betri tegund, enda er verðið hér í dæminu miðað
við það, því það er títt, að hinir lökustu Cheviot-hrútar
veturgamlir seljast ekki nema á 40—60 kr. Jafnstór
flokkur af Oxford-kyni eða Leicester-kyni mundi verða
nokkrum krónum dýrari; innkaupsverðið yrði nokkuð
meira, þó ekki sem munaði neinu verulegu.
Það hefir vitaskuld ekki mikið að segja, að fara að
spá um væntanlegan gróða af þessari kynblöndun. Þó
vil eg láta þess getið, að eg geri mér fylstu von um,
að einblendingarnir verði að minsta kosti 3—6 kr. verð-
meiri dilkar en íslenzkir hreinkynjungar, og að sá verð-
munur vaxi eftir því sem kynblendingarnir eldast, alt að
tveimur árum; verðmunurinn færi nokkuð eftir land-
kostum hér eða þar og eftir lagni manna á fjárhirðingu
yfirleitt. Bó geri eg ekki ráð fyrir því, að pundverðið
verði hærra í einblendingunum en hreinkynjungum, sem
er þó ekki óhugsandi að geti orðið, af bættri framleiðslu
— betra kjöti og betri gærum — heldur geri eg ráð
fyrir, að þessi verðmunur komi fram af mismunandi væn-
ieika. Þess má til dæmis geta.J að pundið í gærum af
grásnoppufé er 15 aur. verðmeira en pundið i gærum
af svarthöfðafé. Og þegar eg tala um þenna hagnað af