Búnaðarrit - 01.01.1909, Síða 297
BtJNAÐARRIT.
293
kynblendingunum, þá á eg við það, að hann fáist án
þess að tilkostnaðurinn við framleiðsluna sé aukinn frá
því, sem alment væri til hennar kostað á þessum eða
hinum staðnum, að öðru leýti en því, að útlendi hrút-
urinn yrði að líkindum nokkuð dýrari en innlendur hrút-
ur. í þessu sambandi er athugunarvert, að einblend-
ingar verða ekki framleiddir nema af s/b hlutum ánna,
svo það sé trygt, að íslenzka féð haldist hreinkynjað.
Sá bóndi, sem ætti innan við 100 ær og vildi framleiða
einblendinga til slátrunar af 3/s hlutum ærstofnsins, yrði
þá að eiga útlenda hrútinn í félagi við annan eða þriðja
mann, því eg geri ráð fyrir, að hann yrði potaður til
fulls handa 80 ám.
Sjíikdómahœtta. Eg geri ráð fyrir því, að hennar
vegna þyki mörgum ískyggilegt að ráðast í að flytja
hingað útlent búfó. Fjárkláðinn, sem fluttist hingað með
Merino-fónu fyrif 140 árum síðan, hefir skotið mörgum
skelk í bringu. En þetta kemur af því, að þeir hinir
sömu gá ekki að því, að margt er nú öði'u vísi en þá
var. — Nú álít eg alveg hættulaust að flytja hingað út-
lent kvikfó, ef fyigt er þeim varúðarreglum, sem aðrar
siðaðar þjóðir fylgja, þegar um það er að gera, að flytja
kvikfó frá einu landi til annax-s. Og eg sé ekkert því til
fyrirstöðu, að þeim varúðarreglum verði komið við hér
á landi, og tel það alveg sjálfsagt. Só nú t. d. um það
að gera, að flytja hingað sauðfé fi'á Bretlandi, þá yrði
að beita þessum almennu varúðarreglum gegn sjúkdóma-
hættunni, en þær eru fólgnar í því: I fyrsta lagi, að
láta enskan dýralækni skoða þetta fé og gefa vottorð
um, að það só heilbrigt, og i því leynist engir sjáan-
legir sjúkdómar, ella yrði það ekki flutt hingað. í öðru
lagi, að samstundis sem fóð kæmi hór til lands yrði
að setja það í sóttvainai'hald eða varúðarhald um 4—6
vikur, einangra það frá öðru sauðfé í húsi, girðingu eða
eyju; kæmu svo engir sjúkdómar í ijós á þessu tímabili
að áliti dýralæknis, yrði óhætt að gefa þessu fé lausan