Búnaðarrit - 01.01.1909, Síða 298
294
BÚNAÐARRIT.
taum. Hór er vitaskuld átt við þá næmu sjúkdóma,
sem sauðfé hér á landi er laust við. Eg veit ekki betur
en að þar sem nefndum varúðarreglum er beitt, reynist
þær fullkomlega öruggar. T. d. má benda á það, að
Norðmenn hafa svo að segja árlega flutt inn frá Bret-
landi sauðfó síðan 1860, og það hefir ekki komið fyrir,
að þeir hafi flutt með því sjúkdóma; eg veit meii-a að
segja ekki til þess, að sjúkdómar hafi komið í ljós með-
an féð hefir verið í sóttvai-nar eða varúðar haldi, sem
er fjögra vikna timi fyrir sauðfé í Noregi. Eg þekki
engan næman sjúkdóm í sauðfé á Bretlandi, sem ekki
er í sauðfé hér á landi og getur leynst lengur en 6 vik-
ur í einstaklingum, án þess að gera vart við sig.
Óregluleg blöndun. Sumir kunna að vera hræddir
um það, að almenningur hér á landi muni ekki kunna
að blanda íslenzka fjárkynið, þegar að því kæmi, að út,-
lend kyn yrðu til þess höfð með þeim takmörkum, að
framleiða einungis einblendinga á þann hátt, er gert hefir
verið ráð fyrir hér að framan, heldur muni menn blanda
meira, blanda óreglulega og „takmarkalaust" og spilla
innlenda kyninu svo, að það yrði úr sögunni, og hafist
þá ekki annað upp úr krafstrinum en steinar fyrir brauð.
Þetta er nú að visu ekki nema grunur eða ótti. Reynsl-
an ein getur skorið úr þvi, hvort menn kunna að blanda
rétt eða eigi, þegar byrjað væri á því. En ef enginn
kann að blanda kynjum rétt, þá virðist mér brýn nauð-
syn á því, að öllum, sem það viija reyna, gefist tæki-
færi til að læra það.
Mín skoðun er sú, að innlenda fjárkyninu standi
engin hætta yfirleitt af því, þótt útlendum fjárkynjum
yrði gefinn laus taumur manna á meðal, eftir að búið
væri að gera tilraunir með útlendu kynin og leiða í ljós
hver þau kyn eru, sem hér eiga bezt við, og á hvern '
hátt þau geti orðið hér til hagsbóta. Þessa skoðun byggi
eg meðal annars á því, að sú hugmynd er til hór á landi,
að nauðsynlegt só, að ákveða íslenzka fjárkynið og rækta