Búnaðarrit - 01.01.1909, Side 299
BTJNAÐARRIT.
295
það hreinkynjað. Þeir sem þetta vilja munu ekki ganga
of langt í því, að blanda innlenda kynið. Þar sem sýn-
ingar verða haldnar mætti eingöngu binda verðlaunin
við hreinkynjað innlent fé. Allur fjöldinn af þeim bænd-
um, sem hugsuðu sér að blanda innlenda kynið með út-
lendu kyni, mundu fyrst leita sór upplýsinga í því efni
og taka leiðbeiningum. Eg hefi ekki að svo komnu
haldið öðru fram í þessu efni, en að við mundum hafa
bezt gagn af útlendu kynjunum á þann eina hátt, að
framieiða einblendinga undan þeim og innlenda kyninu.
Um hitt er engin reynsla fengin, hvort eitthvert útlent
fjdrkyn getur til lengdar hreinkynjað svarað betur
tiikostnaði hér á landi á einum eða öðrum stað. Og
ekki verður heldur neitt um það sagt, hvort einhver-
jum kynni að takast, að koma upp nýju fjárkyni. Svo
hvað sem þessu líður, þá er það efalaust hagnaðarmál
og metnaðar, að ákveða og rækta á vissan hátt okkar
gamla innlenda sauðfjárkyn, því að óreyndu er ekki að
búast við öðru, en það muni hreinkynjað reynast bezt
yfirleitt hér á landi, þegar öllu yrði á botninn hvolft.
Það er vitaskuld, að nokkrir menn mundu ekki
skeyta neinum leiðbeiningum um það, hvernig þeir ættu
að fara með útlenda kynið, heldur blanda sinn fjárstofn
í belg og biðu og fara að öllu leyti eftir sínu höfði. En
þessir menn þurfa að sigia sinn sjó. Ef þeir eru á röng-
um vegi, þá getn, þeir ekki skemt innlenda kynið; þeir
skaða heldur engan, nema máske sjálfa sig. Þeir reka
sig á og þeir læra. Því það er sjálfsagt, að allir hafa
ekki sömu aðferð, og það keraur í Ijós, að sumir fara að
öllu rétt, en aðrir ekki nema að meira eða minna leyti.
En báðir þeir flokkar manna mundu leiða í ijós reynsiu-
sannindi eða búvísindi, sem yrðu jafndýrmæt fyrir alla.
Alls engar reglur verða mönnum settar um það,
hvernig þeir skuli hagnýta sér útlendu kynin, á annan
hátt en í leiðbeiningaformi.
Hestakyriblöndun. Það munu vera einsdæmi, að