Búnaðarrit - 01.01.1909, Síða 300
296
BÚNAÐARRIT.
heilt þjóðfélag geti komist af með að eins eitt hestakyn
eða eina stærð hesta, og þá ekki stærri en okkar ís-
lenzku hestar eru. Við þetta er þó ekkert að athuga, ef
það er satt, að við höfum ekkert með stærri hesta að
gera. En það er nú einmitt það, sem er ósannað, því
jafnvel þótt hægt sé að sýna fram á það, að okkar smáu
hestar fullnægi öilum störfum vel, þá er eftir að sýna
fram á hitt, hvort stærri hestar muni þó ekki fullnægja
ýmsum störfum betur, og á eg þá einkum við ýms akst-
ursstörf og plægingarstörf. Nú er t. d. enginn vafi a
því, að það borgar sig bezt yfirleitt, að yrkja jörðina
á þann hátt, að plægja hana. Þá ætlast eg til þess af
plóghestunum, að þeir vinni jafnlengi og plógmaðurinn,
10 stundir á dag, og einnig dag eftir dag, ef svo stend-
ur á, jafnlangan vinnutíma, sömu hestarnir. Eg þykist
hafa athugað það rétt, að það muni vera búhnykkur,
að hafa við þetta starf að eins 2 hesta, sem eru 60 þml.
háir og svara sér vel, heldur en 4—6 hesta, sem eru
50 þuml. háir. Sama er um það, að hafa stærri hest-
ana til aksturs, þar sem svo stendur á, að akstri verður
við komið, og þarf ekki að færa rök að þessu; dagleg
reynsla bendir mönnum alt af á það, að minsta kosti
þeim mönnum, sem þekkja stærri hesta en okkar hest-
ar eru, og vita hverju þeir geta afkastað. Búhnykkurinn
hygg eg muni vera í því fólginn, að 2 stærri hestarnir
mundu verða ódýrari í viðhaldi en 4 hinir smærri, með
aktygjum eða reiðfærum, einnig að þessir tveir mundu
geta unnið mörg störf betur en hinir 4, t. d. að draga
sláttuvél og plóg, og enn fremur að stærri hestarnir
hvor um sig hefði eins mikið verðgildi og 2—3 hinna
minni. Það er að minsta kosti undarlegt, ef það er
bezt að hafa svo að segja eina stærð hesta til þess að
fullnægja öllum samgöngum og öllum flutningum hér á
landi, eins og hlutverkin, sem þar í felast, eru þó ólík;
enda verður ýmsra bragða að leita, til að ráða fram úr
vandkvæðunum. Til dæmis má nefna: ef eg ferðast land-