Búnaðarrit - 01.01.1909, Síða 301
BÚNaÐAKRIT.
297
veg, laus og liðugur, frá Akureyri til Reykjavíkur og vil
komast það greiðlega, eða á 5 dögum, þá þarf eg 2—8
hesta til ferðarinnar; en til slíkrar ferðar ætti ekki að
þurfa nema einn hest. Eg þekki einblendingshesta á Bret-
landi, sem nefnast Hunters — undan írskum hryssum
og veðhlaupagraðhesti —sem eru 60 þuml. á hæð; þeir
geta hlaupið á vegurn og vegleysum allan daginn og dag
eftir dag. Eg þóttist veita því rótta eftirtekt, að eg
mundi geta komist á einum slíkum hesti frá Akureyri
til Reykjavíkur á 4—5 dögum.
Sala islenzku hrossanna á Bretlandi borgar efalaust
vel uppeldi þeirra, annars mundi ekki vera selt jafnmargt
af þeim þar. En jafnvíst er hitt, að brezki markaðurinn
mundi borga betur stærri, fjörlegri og fallegri hesta, en
okkar hestar eru. Hve miklum mun betur, verður ekki
með vissu sagt um að óreyndu. Hins má geta, að kyn-
blendingshross af arabisku kyni, frá Suðureyjum og Vestui-
Skotlandi 56—58 þuml. há, seljast á brezkum mark-
aði 4—6 ára gömul á 360—720 kr. Það er sem sé
víst, að Bretar setja einkum út á okkar hesta, að þeir
séu of smáir, fjörlausir og óálitlegir í sköpulagi, og þeir
kenna því um, að kyninu hafi verið haldið einkynjuðu
um alt of langan tíma, án þess þeir viti það, að kynið
hefir ekkert blandast í mörg hundruð ár. í Scotby, Car-
lisle, á Norður-Englandi sá eg kynblendingshest undan
íslenzkri hryssu og graðhesti af Vestur-Skotlandi. Þessi
einblendingur var 57 þml. á hæð og er það ágætt sýn-
ishorn þess, hvernig bæta mætti hestana okkar.
Daniel Brun kapteinn álítur að íslenzku hrossin séu
yfirleitt álút vegna þess, að þau hafi ætíð þurft að sækja
fæðuna niður fyrir sig, og í öðru lagi: þegar hrossin eru
teymd í lestum þá togist haus og háls fram og niður.
Þetta eru ekki ósennilegar ástæður. Það er að minsta kosti
víst, að Bretar koma jötum þannig fyrir í hesthúsum
sínum, að hestarnir þurfa að sækja fóðrið upp fyrir sig;