Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 302
298 BÚNAÐARRIT.
á það að miða til þess, að hestarnir verði reistari eða
beri sig betur.
Eg lít svo á, að við munum aldrei geta stækkað
okkar hestakyn til verulegra muna á annan hátt en að
bianda kynið. Eg hygg einnig að bezt færi á því, að
blanda það takmarkað og framleiða einblendinga, stærri
og fallegri en kynið óblandið, og fá þannig hesta til að
íullnægja ýmsum störfum hór innanlands og erlenda
markaðinum betur en annars er kostur á. Skynsamieg-
ast er, að gera tilraun í smáum stíl með meira en eitt
kyn og komast að raun um, hvert mundi verða bezt.
Eg skal nefna hór (4 kyn mjög svo vænleg til þessa:
Fjarða-hestakynið í Noregi, arabiska hestakynið, Hack-
ney-kynin og Polo-kynið, bæði á Skotlandi. Bezt væri
að gera tilraun með öll þessi kyn, þótt minna væri betra
en ekkert. Þau eru 56—60 þuml. há, og það eru ekki
of stór kyn til þess að biandast við okkar hesta.
Eg geng að þvi vísu, að einblendingshestar undan
íslenzkum hryssum og graðhesti af einhverju þessu út-
lenda kyni mundu þola útigang á veturna hér í hesta-
sveitunum á móti óblönduðum hestum og vera ekki
fóðurfrekari — nema að tiltölu eftir stærð sinni — en
óbiandaðir hestar. Eg verð að segja, að mér kom á ó-
vart, að sjá hve Bretar bjóða sumum hrossum sínum
mikinn útigang á vetrum, jafnvel í hálendinu sem ann-
ars staðar. Til dæmis má benda á það, að John Robson
í Newton, sem áður hefir verið nefndur, á 10 stóðhryss-
ur af veðhlaupahestakyni, sem ekki eru hafðar til brúkunar,
en eiga folöld árlega; þær ganga úti allan veturinn og í
vetur sem leið gengu þær í þröngum og fremur snögg-
um högum, en fengu þó ekki fóður með beitinni nema
htillega úti í tvo mánuði — marz og apríl — en það
var 6 punda visk af óþresktum hafrakornstöngum handa
hverri hryssu á dag. Þetta kyn er í sjálfu sér fíngert
og fínlegt, og eg átti ekki von á því, að því yrði boðin
jafnómjúk meðferð, sem raun bar þarna vitni um.