Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 303
BÚNAÐARRIT.
299
Það segir sig sjálft, að við getum ekki framleitt
einblendingshesta hér á landi, ef réttar tilraunir í því
efni leiða í ijós, að einblendingarnir svara ekki uppeld-
iskostnaði, hvorki innanlands né utanlands. Sömuleiðis
segir það sig sjálft, að ein tilraun með hvert kyn getur
gilt fyrir alt landið, ef hún færi fram í hrossasveit, t. d.
Húnavatnssýslu eða Rangárvallasýslu.
í sem fæstum orðum hefl eg nú leitast við að sýna
fram á það, að það er til beinna hagsmuna, að blanda
kynjum saman á vissan hátt, og jafnframt fært iíkur
að því, að slikt geti átt vel við hér á landi, orðið bein-
línis gróðavænlegt, að framleiða einblandað sauðfé og
einblönduð hross, og að þetta þurfi ekki að koma í bága
við þá sjálfsögðu stefnu, að ákveða og bæta innlendu
kynin og halda þeim hreinum. — Og eftir þekkingu
minni á þeim kynjum, er hér hefir verið rætt um, og
lífsskilyrðum þeirra bæði hér á landi og Bretlandi, þá
ætiast eg til þess, að slíkir einblendingar geti lifað og þrif-
ist vel við lífskilyrðin hér, eins og þau gerast alment
nú, að landið Island, eins og það liggur fyrir fótum okk-
ar í dag og á morgun, geti framleitt nefnda einblendinga
með væntanlegum hagnaði.
Bg sé ekki betur en það sé fólgið í verkahring Bún-
aðarfélags Islands, að greiða sem allra bezt fyrir því, að
tilraunir með slíka takmarkaða kynblöndun komist í fram-
kvæmd hér á landi.
Ritað í júlí 1909.