Búnaðarrit - 01.01.1909, Síða 305
BÚNAÐARRIT.
301
Landib er blátt áfram hvorttveggja í senn: of lítið
fyrir einstaklinginn og þó þjóðinni of stórt. En að það
land, sem þjóðinni er of stórt, er of lítið fyrir einstak-
linginn, orsakast af því, að landið er miður ræktað en
skyldi. I núverandi ástandi jarðræktarinnar fallast þess-
ar andstæður í faðma.
Uppræktun landsins stækkar það í raun róttri fyrir
einstaklinginn, stækkar það inn á við — eykur jarðar-
gróðann og framleiðsluna — án þess að bæta einum
ferhyrningsþumlungi við flatarmái landsins.
Eg ætla ekki hór að gera tilraun til að sanna að
ræktun landsins borgi sig, heldur byggi eg á því sem
sönnuðu og viðurkendu af almenningi.
En einni spurningu, sem auðveldlega getur komið
fram, ætla eg þó að svara með nokkrum orðum, og hún
er sú: Geturn við ræktað öllu stærra land en nú er?
Éins og jarðræktinni er varið hér á landi, þá þarf að-
allega þrent til þess að hún geti vaxið og blómgast. Það
er fyrst og fremst hæfileg jörð til ræktunar; í öðru lagi
nægilegt vinnuafl, og í þriðja lagi nægilegur áburður.
Nú er því svo varið hór hjá okkur, að land höfum
við nægilegt, og það langt um betra, að minu áliti, en
sumt af því, sem ræktað er erlendis með góðum hagn-
aði. Að vísu mun sumstaðar vera nokkur misbrestur
á heppilegu vali á jörð til ræktunar, því á ferðum mín-
um hér norðanlands hefi eg ekki óvíða séð, að við tún-
fótinn var sú jörð, sem rækta ber, en ekki túnin sjálf.
Hvað vinnuaflið snertir, þá ákveður það að sjálf-
sögðu stærð ræktaðs lands að nokkru ieyti, og vil eg því
gera stuttan samanburð á ástandinu hór og í Danmörku.
Samkvæmt landshagsskýrslum 1906 var ræktað land á
íslandi 60581 vallardagsláttur tún og 866238 Q faðm-
ar garðar og sáðland. Það svarar til að ræktað land á
Islandi sé l'A dagsl. á hvern mann, er landbúnað stundar, ef
helmingur þeirra, er stunda bæði landbúnað og sjávarút-
veg, eru taldir til þeirra, er lifa af landbúnaði. í Dan-