Búnaðarrit - 01.01.1909, Side 306
302
BÚNAÐARRIT.
mörku, sem er næstum einn samanhangandi aldingarð-
ur, er ræktað land á hvern mann, sem eiginlegan land-
búnað stundar, að minsta kosti 8,8 dagsl. eða 6—7 sinn-
um stærra en hér á landi. Þar við bætist, að til gras-
ræktar þarf ekki jafnmikið vinnuafl og til kornyrkju og
rófnaræktar, svo munurinn er í raun réttri meiri en
tölur þessar benda á. Og til þess að geta ræktað svona
stór lönd, nota Danir auk mannsaflsins að eins hestaflið
sér til aðstoðar. Að vísu eru þeirra hestar stærri og
sterkari en okkar, og lengri tími árlega sem vinna má að
jarðrækt þar en hér, en svona mikill munur mundi það
þó tæpast þurfa að vera, og munu orsakirnar að nokkru
leyti vera aðrar en vöntun á vinnuafli og tímaleysi. Nú,
þegar mest er kvartað um vinnufólkseklu, ætti ástæðan
að vera því meir knýjandi, að bæta úr henni með því að
nota hestaflið meira en nú tíðkast.
Við síðasta atriðið, áburðinn, ætla eg að dveija lít-
ið eitt frekar.
Áburðarfræðin er stöðugt að fá meiri og meiri þýð-
ingu fyrir landbúnaðinn, sem eðlilegt er, og búvísindin
hafa í seinni tíð sérstaklega lagt sig eftir þessu atriði.
Nauðsyn og þýðing áburðarins verður líka skiljan-
leg, þegar athuguð er hringferð efnanna.
Grasið tekur til sin ýms efni úr jarðveginum til þess
að geta vaxið, og þessi efni eru því nauðsynleg. Efnin
flytjum við svo burt í heyinu, en jarðvegurinn tæmist
að sama skapi og fellur þar af leiðandi loks í órækt, ef
hann fær ekki uppbót á efnamissinum í áburði eða
áveitu. Þessa uppbót fá túnin okkar og þess vegna
helzt rækt þeirra við. Efnin eru því á sífeldri hringferð:
af túnunum í töðuna, úr töðunni til áburðarins með hús-
dýrin sem millilið, úr áburðinum aftur til jarðarinnar, þeg-
ar hann er borinn á, og byrja hin sömu efni þannig nýja
hringferð næsta ár. Það er með þessi efni líkt og
hverja aðra búshluti, sem við notum ár eftir ár, þangað
til þeir loks ganga úr sér og slitna og verða óhæfir til