Búnaðarrit - 01.01.1909, Síða 307
BÚNAÐARRIT.
303
notkunar. Þannig notum við sömu efnin ár eftir ár, en
komumst þó ekki hjá árlegu tapi, sem getur verið mis-
mikið eftir hirðusemi manna og öðrum kringumstæðum.
Skal vikið að því síðar, en fyrst farið nokkrum orðum
um áburðinn alment.
Aburð köllum við alt það, sem borið er á í þeim
tilgangi, að auka gróðurmagn jarðvegsins, og það hefir
komið í ijós, að efni þau, sem um það eru fær, eru
að eins 4 talsins: köfnunarefni, fosforsýra, kalí og undir
vissum kringumstæðum kalk. Eitt eða fleiri af þessum
efnum eru því í öllum áburði, og þau þurfa að vera í
vissum samböndum við önnur efni, til þess að geta
gert gagn.
Húsdýraáburðurinn hefir að sjálfsögðu mesta þýðingu
hér á landi, eins og í nágrannalöndunum, því bæði er
hann til á hverju heimili og auk þess nemur verð hans
svo geysimikilli fjárupphæð í öllu landinu. Hann inni-
heldur mestan hluta þeirra efna úr fóðrinu, sem þýðingu
hafa fyrir jarðræktina. Víst fóðurmagn hefir því ákveðið
áburðargildi. Og með því að við vitum um heyforðann í
landinu og getum gert nokkurn veginn nákvæma áætlun
um efnasamsetningu hans, þá má eftir því reikna út verð
áburðarins í landinu. Hefir mér talist svo til, að árleg
áburðarframleiðsla mundi nema 2—3 milj. króna1. Hús-
dýraáburður inniheldur nokkuð af öllum þeim 4 áburð-
arefnum, sem áður voru nefnd, og er því fjölhæfasti á-
burður á hverskonar jörð. En þar sem hann er svona
dýr, er vonandi að menn fari að gefa honum meiri gaum
en hingað til, því að á honum velta jarðjæktarframfar-
irnar efalaust. að mestu leyti. Hirðing öll og meðferð
áburðarins verður að batna og menn verða að leitast
1. Prekari skýringu á þyi, á hverju tölur þessar eru bygðar,
ásamt öðrum tölum, er síðar verða teknar upp, má finna i grein
minni í Arsriti Rœktunarfélags Norðurlands árið 1908: Jarð-
rcektin og framleiðslan. P. J.