Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 308
304
BÚNAÐARRÍT.
við að drýgja og bæta áburðinn eftir föngum. Og áburð-
inu má efalaust auka að stórum mun mjög víða, annað-
hvort með rofmold eða bókstaflega með því að stinga
hnausa í mýrum, þurka þá og mala til áburðar. Mundi
það reynast vel í holtum og á harðvelli, því að mýrajörð-
in er auðug af köfnunarefni og moldmyndandi efnum,
sem komið geta af notum þegar hún fúnar.
Parjnn liggur í stórurn dyngjum við strendur lands-
ins og er lítið notaður, nema hvað einstöku framfara-
menn hafa gert tilraun til að nota hann til áburðar, eða
gert úr honum vothey til skepnufóðurs. I raun
réttri er þó þarinn ágætisáburður, þegar hann er rétti-
lega kasaður, og svipar honum mjög til húsdýraáburðar.
Þyrftum við einungis að nota hann meira en nú er gert,
því einmitt við sjóinn, þar sem fjörubeit og útigangur er
mikill, er áburðarleysið hvað tilfinnanlegast.
Gamlir öskuhaugar eru ekki sjaidgæflr hér á landi
og hafa þótt til lítillar prýði. En þeir eru fágætt auð-
safn fyrri alda, sem okkur er í lófa lagið að hagnýta
með góðum hagnaði. í öskunni eru öll steinefni þau,
sem í eldiviðnum haía verið, s. s. fosfórsýran, kalíið og
kalkið, og á hún því einkar vel við á mýrlendi, þar sem
köfnunarefnið er nóg fyrir.
Síld og alls konar fiskúrgang er nú oft hægt að fá
í sjávarþorpum í ríkulegum mæli fyrir lágt verð. Að vísu
er það ágætis skepnufóður, en þó ekki síður sem áburð-
ur. Eru menn nú í byrjun með að nota það til áburð-
ar, en þó rninna en vera skyldi.
Tilbúinn áburð nefnum við ýms áburðarsölt, sem
menn á seinni árum eru farnir að nota í talsvert stór-
um stíl erlendis. Eru nöfn sumra þeirra orðin mönnum
kunn hér á landi. Þessi áburðarsölt innihalda venjuleg-
ast einungis eitt áburðarefni. Eru þau mjög einhæf og
aðallega notuð til uppbótar á ákveðinni efnavöntun í
jarðveginn, sem þá verður að vera þekt. Tilraunir þær,
sem Ræktunarfélag Norðurlands heflr látið gera undan-