Búnaðarrit - 01.01.1909, Side 309
BTJNAÐARRIT.
305
andi ár með tilbúinn áburð, virðast benda til, að notk-
un hans geti verið arðvænleg. Til dæmis hefir 1 ít?
köfnunarefni í Kílísaltpétri gefið álíka mikla heyaukning
hér eins og tilraunir hafa sýnt í Þrándheimi í Noregi.
Að lokum eru menn byrjaðir að rækta jurtir til á-
burðar. Það á rót sína að rekja til þeirrar staðreyndar,
að þó mestur hluti andrúmsloftsins só köfnunarefni, þá geta
fæstar nytjajurtir okkar haft þess not. Að eins jurtir af
ertublómaættinni geta með aðstoð vissra bakteríutegunda
unnið köfnunarefni úr loftinu sér til vaxtar og viðgangs,
og þannig safnað köfnunarefnisforða til næstu ára. Lú-
pínur, sem einkum hafa verið ræktaðar í þessu skyni,
hafa sum árin þrifist allvel í gróðrarstöðinni við Akureyri.
Eftir þetta stutta yfirlit yfir áburðartegundirnar vil
eg aftur liverfa að því, senr eg áður hvarf frá, nefnilega
árlegu efnatapi við jarðræktina. í Ársriti R. N. 1908
hefi eg leitast við að rökstyðja þá skoðun mína, að árlegt
köfnunarefnistap þurfi ekki að fara fram úr 20%, eða
að Vb hluti köfnunarefnisins fari forgörðum árlega, sé
jarðræktin í lagi og stunduð með alúð, og hirðing áburð-
arins og meðferð öll só einnig vel af hendi leyst.
Ef reiknað er út köfnunarefni í jarðargróðri ræktaðs
lands á íslandi, þá mun láta nærri, að það séu 1885000
pd. Þetta köfnunarefni er á sífeldri hringferð, og til þess
að halda því við og halda landinu í rækt, þyrftum við
því að bæta við árlega 377000 pd. í útheyi því, sem
við öflum í iandinu, munlátanærri að sóu 2016000 pd.
köfnunarefni, eða sexföld sú upphæð, sem þarf til við-
halds hins ræktaða lands.
Þetta er dæmafá áburðargnægð og meiri en.við þurf-
um á að halda; en þó er enginn efi á því, að við förum alt
of ríkmannlega að ráði okkar með því, að brenna meiri
.hlutanum af öllu sauðataðinu í Jandinu, því að með því
gerum við'okkur í raun réttri ófæra til að lirinda jarðrækt-
■inni í æskilegt horf. Efnin má skoða sem part af höfuðstól
búanna, og taðbrenslan verður því að áíitast höfuðstóls-
20