Búnaðarrit - 01.01.1909, Side 310
306
BÚNAÐARRIT.
skerðing, sem við verðum að víkja frá, að svo miklu ieyti
sem unt er. Menn verða að leita að mó, þar sem hann
enn er ófundinn, og finnist hann ekki, þá er um tvo
vegi að veija, annaðhvort að kaupa kol til eldiviðar og
nota taðið til ræktunar, eða halda taðbrenslunni áfram
og rækta jörðina með tilbúnum áburði, og hvorttveggja
getur verið gott og réttmætt.
Hvernig sem litíð er á búnaðarástandið og öll skil-
yrði, þá virðist það liggja 1 augum uppi, að landið lilýtur
að eiga mikla framtíð í vændum, þegar jarðræktin hefir
tekið hæfilogum framförum frá því sem nú er. Auður-
inn er hvervetna í kringum okkur, og eg hika ekki við
að fullyrða, að lífsskiiyrði séu hér töluvert hagstæðar
en í menningarlöndunum, sem þéttbýlli eru og þó
eru góðum efnum búin. Hugsum okkur einungis hinar
víðáttumiklu engjar, sem árlega gefa af sér geysimikil hey
án annars áburðar en áveitu í hæsta iagi, og hugsum
okkur öll haglendin, sem gefa miklar tekjur svo að segja
án fyrirhafnar. Án þess hvors um sig hefir erlendum
framfaraþjóðum auðnast að hefja ræktun landanna á hátt
stig, en hversu miklu auðveldara hlýtur það ekki að
vera með stuðning hvorstveggja?
Að endingu vil eg minnast á afskifti hins opinbera
af ræktun landsins.
Það er ekki langt siðan augu manna opnuðust fyrir
því, hvaða þýðingu uppræktun landsins hefði fyrir þjóð-
ina, en síðan hefir það opinbera með búnaðarskólum
reynt að fiæða almenning um búnað, og með búnnðar-
félögum og styrk tii jarðabóta reynt að hvetja menn
til að gefa jarðræktinni meiri gaum, hvatt menn til að
leggja betur fram krafta sina en ella mundi hafa verið
gert. Jafnframt hefir verið reynt að gera mönnum
greiðari aðgang að hagfeldum lánum til jarðræktar.
Hefir það að sjálfsögðu gert mikið gagn, þó að þessar
lánveitingar tæpast hafi getað verið mönnum fullnæg-
jandi, því að menn festa mikið fé í þeirri vinnu, sem til