Búnaðarrit - 01.01.1909, Side 313
BÚNAÐARRIT.
309
Búnaðarfélagi íslands, en fekk að eins 300, enda var
gefið i skyn, að hreppasýningarnar væru of margar
og smáar. Samt sem áður gaf stjórnin 18 hrepp-
um kost á sýningum, með alt að helmings fram-
iagi úr hreppasjóðum tii þeirra og með nokkrum
sameiningum, t.il þess að reyna-[aðj'saroþýða eftir
íöngum viija aðalfundar 1907, skilyrði Búnaðar-
fólags íslands og liið litla fjármagn, som’ hún hafði
til umráða. En þar sem ekki svo óskuðu sýninga
aðrir en framan taldir 8 hreppar, var veitt meira
fé til sýninganna, svo að hrepparnir þurftu að eins
að leggja fram V8 sýningarfjárins, auk sýningar-
svæðis. \
Lítiis háttar afgangur varð af sýningarfénu, með
fram fyrir það, að aldrei komu fram óskir um
sýningar, sem stjórnin bjóst við að koma mundu
íram, er hún skifti fénu. — Ánnars olli það bæði
töfum og erfiðleikum í þessu rnáli, hversu seint
Búnaðarfélag íslands svaraði styrkbeiðni stjórnar-
innar ákveðið.
3. Sótt hefir verið um styrk til beggja Múlasýslnanna,
til búfjársýninga 1909, en svar er ekki kornið á-
kveðið; þó má telja víst, að veittar verði 150 kr. frá
livorri sýslu.
4. Kynbótabú það fyrir sauðfé, sem verið heflr í undir-
búningi síðusfu ár, var stofnað á Hreiðarsstöðum í
Fellum nú í vor hjá Jóni bónda Stefánssyni.
5. Til verkfærasýningar við gróðrarstöðina hafa þegar
verið keyptir og útvegaðir munir, sem nema alls í
verðgildi um kr. 1000,00.
6. Ráðinn var fastur starfsmaður við gróði’arstöðina,
búfræðiskand. Metúsalem Stefánsson.
7. Ferðafræðslu bænda varð ekki komið við í þetta
sinn, einkum fyrir það, að aðalfundur 1907 ákvað,
að ferðunum skyldi lokið fyrir júnímán. lok, en sá
mánuður gengur allur til sýninga-eftirlits fyrir ráðu-