Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 314
310
BÚNAÐARRIT.
naut, en hins vegar ekki öðrum á að skipa, því
síður sem sá tími má heldur ekki missast frá
gróðrarstöðinni. Við það tvent eru báðir starfs-
menn Sambandsins bundnir þann mánuð út.
8. Verðlaun hafa verið auglýst og boðin fyrir góða
fjárhirðingu, enda úthlutað í nokkrum hreppum.
Bráðabirgðareglur um úthlutun verðlaunanna gaf
stjórnin út síðastliðinn vetur. Rétt virðist að halda
slíkum verðlaunum áfram.
9. Ráðunautur Sambandsins, B. Kr., hefir í vor ferð-
ast um Skaftafellssýslu og Suður-Múlasýslu utan
Fljótsdalshóiaðs, leiðbeint við sýningar, haldið fyrir-
lestra, gjört mælingar til vatnsveitinga á nokkrum
stöðum og leiðbeint mönnum í búnaði og jarðrækt,
þar sem þess hefir verið óskað. (sjá um slíkar ferðir
í síðustu prentaðri skýrslu).
10. Samkvæmt heimild frá aðalfundi 1907 veitti stjórnin
ráðunaut B. Kristjánssyni 300 kr. ferðastyrk til út-
landa, til þess að koma sambandinu í hagfeld við-
skifti við verksmiðjur og kaupmenn, og bor sú ferð,
að von vorri, góða ávexti í framtíðinni fyrir al-
menning, einkum í betra verði og hagfeldari kjör-
um að því er pantanir verkfæra o. fl. snertir.
11.. Eins og undanfarið hefir ráðunautur útvegað bún-
aðarfélögum og einstökum mönnum ýms búnaðar-
áhöld, jarðyrkjuverkfæri, sáðtegundir, áburð o. fl.
fyrir alls kr. 3000,00.
12. Fyrir svarðleitarmann var ráðinn Þorkell búfræð-
ingur Jónsson, bóndi á Fljótsbakka, og hefir hann
þegar ieitað svarðar allvíða með talsverðum árangri.
13. Úthlutað var verðlaunum fyrir góða meðferð áburð-
ar 4 mönnum í Norður-Múlasýslu, en íéð hafði
sýslan lagt fiam, alls kr. 75,00.
14. Stjórnin hóf máls á þvi við Búnaðarfélag íslands,
að það í samvinnu við fjórðungabúnaðarfélögin
beittist fyrir fóðurkornspöntunum í stórum stíl fyrir