Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 316
312
BÚNAÐARRIT.
Skýrsla
um framkvæmdir stjórnar Búnaða.rsambands Austurlands
frá 25. júní 1908 til 21.júníl909, gefin aðalfundi 1909.
1. í gróðrarstöðinnni heflr verið unnið í framhaldi þess,
sem komið var, er síðasta skýrsla var gefln. Auk
þess hefir verið byrjað á gróðurtilraunum samkvæmt
áiyktunum fundar á Akureyri 2. sept. 1908 um
gróðrartilraunir og samvinnu gróðrarstöðvanna. Að
öðru leyti mun ráðunautur skýra frá framkvæmd-
um stöðvarinnar eptir óskum og vilja fundarins.
Til gróðrarstöðvarinnar var varið á reiknings-
árinu 1908 (Vi—31/12) kr. 2859,39. Á stjórnarfundi
í vetur var svo á áætlun stjórnarinnar fyrir árið
1909 veitt fé til hennar kr. 1600,00, og af því fé
er þegar notað um kr. 870,00.
Stjórninni var það ekki ókunnugt, að fé þetta
var alt of lítið til stöðvarinnar, enda allsendis ófull-
nægjandi eftir áætlun ráðunauts um reksturskostn-
að hennar, sem hann taldi mundi verða kr. 2350,00
eða kr. 750,00 hærri en fjárhagur Sambandsins
leyfði. En til þess að bæta úr þessum tilfinnanlega
fjárskorti sótti stjórnin jafnframt um aukafjárfram-
lag frá Búnaðarfélagi íslands, og ákvað, ef slíkt
fengist ekki, að leggja fjárskortinn undir aðalfund
Sambandsins.
2. Gróðrarstöðvarhúsið er nú bygt, og til sýnis fyrir
fundarmenn. Til þess hefir verið varið ails kr.
4498,22 á síðasta reikningsári, og fer það um 2000
kr. fram úr því, sem áætlað var til hússins á fjár-
hagsáætlun 24. júní 1908. — Á fundi stjórnarinn-
ar í vetur 19.—22. janúar ákvað hún að fresta því
að fuilgera húsið að svo stöddu vegna fjárskorts, en
sótti um fé til Búnaðarfélags íslands í því skyni
og það sem áætlað var að þyrfti.
Hús þetta er nú orðið talsvert dýrara, en