Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 317
BÚNAÐARRIT.
313
gengið hafði verið út frá í upphafi, enda húsið tals-
vert stærra og vandaðra, meðfram fyrir þá ákvörð-
un, sem samþykt var á aðalfundi 1908, eftir tillögu
stjórnarinnar, að byggja húsið þannig uppi, að hús-
næði gæti verið þar fyrir verkafólk stöðvarinnar.
En stjórnin er enn á sama máli um, að húsið sé
ekki of stórt, þannig bygt, og að sú ákvörðun hafi
verið heppileg, og muni spara Sambaudinu óbeinlín-
is árleg útgjöld (fæðiskostnað).
Húsgerðin var falin umsjón og framkvæmd ráðu-
nauts og heflr stjórnin ástæðu til að álíta, að hann
hafl farið svo vel með fé Sambandsins við það starf,
sem hann frekast gat eftir kringumstæðum öllum,
og að húsið só ekki dýrara en það hlaut að verða.
3. Samkvæmt ákvæði aðalfundar 1908 ákvað stjórnin
að skifta Búnaðarsambandssvæðinu í 3 héraðasýning-
arsvæði, þannig, að héraðssýning fari fram á Fijóts-
dalshóraöi 1909, norðan Smjörvatnsheiðar 1911, og
sunnan Breiðdalsheiðar, að með töldum Fáskrúðs-
firði, 1913. Ilreppasýningar var gert ráð fyrir að
færu fram á sömu svæðum: norðan Smjörvatns-
heiðar 1910, sunnan Breiðdalsheiðar 1912, á Héraði
1914.
Sýning á Héraði fór fram 19. þ. m. og var fé
til hennar veitt fyrir milligöngu stjórnarinnar:
a. Frá Múlasýslunum, 150,00 frá hvorri, kr. 300,00
b. — Búnaðarfélagi íslands ... — 300,00
Kr. 600,00
Um fé til sýnínga 1910 hefir stjórnkú ekki sótt,
vegna þess að hún hallast að þeirri skoðun, að
Sambandið eigi ekki að útvega fé til hreppasýninga.
4. Kynbótabúið á Hreiðarsstöðum, sem stofnað var
samkvæmt síðustu stjórnarskýrslu, hafði ekki fyrir
st,jórnarfund í vetur fullnægt kröfu stjórnarinnar um
að bæta bústofuinn, samkvæmt úttektar- eða skoð-
unargerð á því, og leit stjórnin svo á, að búið teldi