Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 318
314
BÚNAÐARRIT.
sig undan þegið eftirlili frá Sambandsins hálfu, og
sótti því ekki um fé til þess. Er stjórninni ókunn-
ugt um, hvað því búi líður.
5. Samkvæmt áskorun aðalfundar 1908 gerði stjórnin
gangskör að því, að hrinda af stað félagsstofnun til
að koma upp sláturhúsi eða sláturhúsum á Austur-
landi, og er komin svo langt áleiðis með það
mál, að samkvæmt fundarboði frá henni er þegar
haldinn 18. þ. m. stofnfundur fyrir sláturhúsfélag
og kosin framkvæmdarnefnd. Að öðru leyti vísast
til skýrsluformanns um þetta mál til stofnfundarins.
6. Verkfærasýning heflr verið opin við gróði-arstöðina
á Eiðum mestan hluta ársins. Heppilegra væri
sjálfsagt að ákveða vissa tíma handa sýningunni og
og auglýsa þá.
7. Starfsmaður við gróðrarstöðina var ráðinn sami sem
síðasta ár, kand. Metúsalem Stefánsson.
8. Bændafræðsiu hefir stjórnin hlynt að þannig, að
hún fól ráðunaut að aðstoða sem kennari við náms-
skeið á Eiða-búnaðarskóla siðastsliðinn vetur, og að
stofnað var til námsskeiðs í Borgarfirði eftir áskor-
un þaðan, og munu námsskeið þessi, einkum hið
síðarnefnda, hafa verið allgóð byrjun í þessa átt.
9. Verðlaun fyrir góða fjárhirðingu hafa verið auglýst
og boðin. Heflr það verið notað og verðlaun veitt
í hreppum.
10. Pantanir verkfæra, sáðtegunda, áburðar o. fl. hafa
verið, eins og að undanförnu, framkvæindar af ráðu-
naut fyrir búnaðarfólög og einstaka- menn, og hafa
þær árið sem leið numið kr. 3500,00. '
11. Um störf ráðunauts að öðru leyti vísast til skýrslu
hans til stjórnarinnar dags. 12. jan. þ. á.
12. Svarðleitarmaður Sambandsins, Þorkell búfræðingur
Jónsson á Pljótsbakka, ferðaðist um Skaptafellssýslu
og suðursveitir Suðurmúlasýslu síðastl. haust og leit-
aði mós. Vísast til skýrslu hans um árangur þess