Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 321
BÚNAÐARRIT.
317
Samhliða þessum ráðstöfunun skrifaði stjórnin öll-
um fulltrúum og formönnum búnaðarfélaga um fram-
kvæmd á söfnum hlutaloforða, samkvæmt ákvæði aðal-
fundar.
Á stjórnarfundi Sambandsins 19.—22. jan. þ. á.
lágu frammi skýrslur þær frá ráðunaut, er honum hafði
verið falið að útvega, og leggjast þær hér með sem
fylgiskjal nr. 1. Á þeim fundi skýrði ráðunautur stjórn-
inni frá hugmynd sinni um fyrirkomulag sláturhúss, sem
henni leist vel á. Fól hún honum að gjöra teikningu og
kostnaðaráætlun af slíku húsi og afhenda stjórninni það
við fyrstu hentugleika. — Teikning þessi heflr ekki
verið afhent mér, og býst eg við að ráðunautur hafi
æt.lað að afhenda hana í fundarbyrjun eða fyrir fund.
Bið eg hann að leggja hana fram á fundinum og merkja
sem fylgiskjal nr. 2 við skýrslu þessa.
Daufari höfðu framkvæmdirnar orðið hjá fulltrúum
og formönnum búnaðarfélaganna, svo að að eins lágu
fyrir þessum stjórnarfundi hiutaloforð úr 3 hreppum
(Yalla, Reyðarfjarðar og Borgarfjarðar) og vitneskja um
hlutasöfnun í einum (Skriðdals). Potta þótti stjórninni
of yfirgripslítii og óalmenn hluttaka, til þess að kveðja
þegar til stofnfundar, og afréð að skrifa aftur í þá hreppa,
sem engu höfðu svarað áskorun aðalfundar og stjórnar
í fyrra sumar, og heimta svar fyiir 1. apríl þ. á. —
Var mór svo, sem formanni Sambandsins, falið að út-
vega fundarstað og boða til stofnfundar fyrir væntanl.
sláturfélag og mæta þar fyrir hönd stjórnarinnar.
Fundarstað fekk eg á Eiða-búnaðarskóla og boðaði
hann þar'fl8. þ. m. öllum deildarfulltrúum hins væntan-
lega sláturfélags, þar sem slíkir höfðu verið kosnir og
mér tilkynt um, en þar sem það var ekki, þá formönn-
um búnaðarfélaganna.
En með því að bæði ritari og gjaldkeri Búnaðar-
sambandsins hafa verið kosnir fuiltrúar, hvor í sínum
hreppi, samkvæmt eftirfarandi skýrslu, og meiri* hluti