Búnaðarrit - 01.01.1909, Side 323
BÚNAÐARRIT.
319
Hlutaloforð úr ofan töldum hreppum, svo og önnur
skilnki petta mál snertandi, legg eg með skýrslu þess-
ari samanfest, í réttri röð eftir því sem þau bárust mér
í hendur, og merki þau sem fylgiskjal nr. 3.
Með skýrslu þessari, ásamt fyigiskjölum hennar, tel
eg lokið starfi því, sem aðalfundur Sambandsins 1908 fól
stjórninni í þessu máli, og afhendi hér með stofnfund-
inum skjölin og máiið í heild sinni frá Búnaðarsam-
bandinu, til frekari eigin aðgjörða, með góðri von og
ósk um frekari framgang þessa nytsama fyrirtækis.
Að endingu skal eg leyfa mér að láta þá persónu-
legu skoðun mína í Ijós, að heppilegast muni verða, að
halda áfram á þeim grundvelli, sem Sambandsstjóinin
þegar hefir lagt, að safna hluthöfum og fé í viðbót við
þenna vísi, sem kominn er. Yerða menn að vonum
ótregari til hluttöku, þegar unt verður að skýra þeim
frá ákveðnu fyrirkomulagi á fyrirtækinu, kostnaði o. fl.,
sem stjórnin gat ekki, þar sem hún áleit, að væntan-
legt sláturfélag sjáift ætti að taka allar ákvarðanir í því
efni, en ekki Búnaðarsambandið. Vildi eg leggja til, að
stofnfundurinn kysi framkvæmdarstjórn til bráðabirgða,
til þess að semja lagafrumvarp fyrir félagið, gangast á
ný fyrir hlutasöfnun og gera tillögur um fyrirkomulag
væntanlegs sláturhúss. Þetta alt verði svo lagt undir
reglufegan fulltrúafund, er framkvæmdarstjórnin boði til
á sínum tíma, sem þá ræði og samþykki lög og fyrir-
komulag alt fyrir félagið, taki ákvarðanir um fyrirkomu-
lag þess, starfrækslu, húsbyggingu o. fl. og kjósi stjórn
félagsins í fyrsta sinn eftir samþyktum lögum þess.
Vallanesi, 17. júní 1909.
Magnús Bl. Jónsson.