Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 328
ím
BÖNAÐARRIT.
eg mest við í bæjunum Kolding og Skanderborg. íbáðum
þessum bæjum k§ypti eg talsvert af stærri jarðyrkju-
verkfærum, svo sem diskaherfum, hjólfjaðraherfum o. fl.;
þar fékk eg og ýms verkfæri til sýnis. 1 bakaleiðinni
dvaldi eg iítið eitt á Fjéni.
Frá Danmörku fór eg 16. marz til Noregs, og kom
daginn eftir til Kristjaníu. Eg hafði ætlað mér að ferð-
ast dálítið um í Svíþjóð, en af tímaskorti og öðrum á-
stæðum varð eg að sleppa því. I Kristjaníu, nærliggj-
andi bæjum og sveitum dvaldi eg því nær hálfan mán-
uð. Keypt.i eg þar mikið af verkfærum, svo sem plóg-
um, herfum, sáðvélum, handverkfærum o. fl.; einnig
keypti eg þar talsvert af sáðtegundum og girðingaefni;
þar fékk eg líka talsvert af ýmsum áhöldum til verk-
færasýningar.
Frá Kristjaníu fór eg 30. marz, og stóð lítið við fyr
en eg kom til Stafangurs. Þar dvaldi eg í 3 daga, keypti
þar nokkrar kerrur og dálítið af útsæðiskartöflum; fékk
þar sýnishorn ýmsra jarðyrkjuverkfæra frá verksmiðju
einni á Jaðri. Fór eg þaðan til Björgvinar, dvaldi þar
tæpa viku; keypti þar fáein kerruakt.ýgi, en fékk þar
þó meira af verkfærum til sýnis en eg hafði fengið á
nokkrum einum stað áður.
11. apríl fór eg með „Prospero" til íslands og
kom til Seyðisfjarðar 17. s. m.
í ferðinni keypti eg verkfæri, girðingarefui, sáð-
tegundir og tilbúinn áburð fyrir um kr. 3500,00, handa
búnaðarfélögum og einstökum mönnum. Tilbúinn áburð
og sáðtegundir fékk eg með líku verði og hér hefir áður
verið gefið, nema kartöflur, þær voru með langdýrasta
móti. Yerkfæri og girðingarefni fókk eg aftur á móti
nokkuð ódýrara — 5—150/o, eða sem næst 10% að
meðaltali — en hér var borgað síðastliðið ár.
Til verkfærasýningar við gróðrarstöðina á Eiðum
hefi eg útvegað talsvert af ýmsum siærri og smærri
verkfærum; nemur verðgildi þeirra sem næst kr. 2000,00.