Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 330
326 BÚNAÐARRIT.
arstöðvarhúsið, keypti svo efnið og útvegaði flutning á
því að Eiðum.
Dagana 18.—27. júlí ferðaðist eg um Fljótsdal til
viðtals og leiðbeiningar, og fyrstu dagana af ágúst í sömu
erindagjörðum.
Siðast í ágúst fór eg norður á Akureyri, og var
þar á fundi 2. — 9. sept. Sbr. fundargjörð um gróðrar-
tilraunir, sem þegar heflr verið send Sambandsstjórninni.
Var eg í þeirri ferð um 20 daga.
28. sept. lagði eg af stað norður á Vopnafjörð og
Strandir, og var 1. okt. á búfjársýningu, sem haldin var
fyiir Skeggjastaðahrepp að Þorvaldsstöðum. Eftir sýn-
inguna hólt eg fyrirlestur um túnrækt og áburðarhirð-
ingu.
Flestir bæir á Ströndum standa nálægt sjó, enda
stunda þar flestir bæði sjó og landbúnað. Afréttir og
beitilönd eru mjög víðlend á Ströndum og allgóð, svo fó
er fremur vænt þar á haustin. Engjar eru þar yfirleitt
blautar og snöggar, enda er útheyskapur reitingssamur
og víða langsóttur.
Túnin eru víðast ógirt, óslótt og í miður góðri rækt,
enda virtust mér margir bændur ieggja meiri alúð við
að sækja sjóinn, en að siétta og rækta tún sín. Það
er ekki heldur allra meðfæri, að hafa tvö járn í eldin-
um, og láta hvorugt brenna. Standa þó Ströndungar að
mörgu leyti vel að vígi hvað túnrækt snertir, því þeir
gætu yfiileitt haft gnótt af góðum áburði, ef þeir hefðu
áhuga á því, að færa sér hann í nyt. Af þangi og þara
eru oft stórir haugar í fjörunni og af fiskiúrgangi fellur
ekki svo lítið til, en mestur hluti þess fær að liggja í
fjörunni, þangað til það annað hvort grotnar sundur eða
sjórinn tekur það.
Nú á síðari árum hefir Halidór kaupmaður Runólfs-
son í Höfn gengið á undan öðrum Ströndnngum með
góðu eftirdæmi hvað jarðrækt og notkun áburðar snertir.
Fyrir nál, 3 árum tók hann 6 dagsl. af óræktarmóum til