Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 331
BÚNAÐARRIT.
327
ræktunar, og er nú búinn að koma rúmum helming af
stykkinu í ágæta rækt, og heflr í hyggju að sá gras-
fræi í rneiri hlutann af því stykkinu, sem eftir er, næsta
vor. Er vonandi að ekki verði langt þangað til ýmsir
bændur á Ströndum fari að hans dæmi og slétti ekki
að eins tún sín og komi þeirn í góða rækt, heldur
taki einnig meira og ininna af óræktarmóunum, sem
liggja út frá túnunum, og geri þá að ræktuðu landi.
Af Ströndum fór eg til Vopnafjarðar og hélt þar
fund með bændum. Var fundur sá mjög illa'sóttur, en
eigi veit eg gjörla, hvort það heflr stafað af tímaleysi,
áhugaleysi, eða af öðrum ástæðum.
Auk þess, sem þegar hefir verið talið, heíi eg fram-
kvæmt mælingar hjá nokkrum búendum á Héraði og
víðar, og gert kostnaðaráætlanir um vatnsleiðslu og
girðingar, safnað ýmsum upplýsingum viðvíkjandi slát-
urhúsbyggingum á Austurlandi, haldið 22 fundi og fyr-
irlestra og skrifað um 320 bréf; þar að auki hefieghaft
aðalumsjón gróðrarstöðvarinnar á Eiðum.
Eiðum, 12. janúar 1909.
Ben. Kristjánsson.
Skýrsla
um gróðrarstöðina á Eiðum 1908.
A. Tilraunir.
Síðari hluta aprílmánaðar var byrjað að undirbúa
vermireit, en ekki var þó hægt að sá í hann fyr en 9.
maí, og var þá sáð í hnnn fræi af gulrófum (íslenzkum
og norskum), gulrótum, grænkáli, hvítkáli og nokkru
af blómsturfræi. Um sama leyti var og byjað að undir-
búa tilraunir i gróðrarstöðinni, en fyrri hluta mánaðar-
ins var ekki hægt að vinna stöðugt, tíðarinnar vegna.