Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 332
328
BÚNAÐARRJT.
Tilraunum þeim, sem áður var byrjað á, heflr verið
haldið áfram með sömu aðferðum, en íiesfum í nokkuð
stærri stíl, og öllum með meiri árangri en undanfarin
ár. Enda er nú jörðin betur undirbúin, og tíðarfarið
hefir verið miklu betra on í fyrra, en þó verður að kenna
það jarðveginum og tíðarfarinu, að uppskeran hefir orðið
fremur rýr, einkum kartöfiu-uppskeran. Hinir langvinnu
þurkar og óvanaiegu sterku hitar allan fyrri hluta sum-
arins töfðu mjög fyrir öllum jarðargróðri, en næturfrost,
sem voru öðru hvoru frá 25. ágúst til 8. sept., eyði-
lögðu algeriega kartöflugrasið, einmitt þegar kartöflurnar
voru sern óðast að vaxa. Hvað jarðveginn snertir þá
verður að gæta þess, að mikið af landi gróðrarstöðvarinnar
er nýlega brotið, og ekkert af því er enn komið í íulla
rækt, enda ekki verið kostur á öðrum áburði en til-
búnum, og heflr hann fráleitt komið að fullum noturn
í sumar vegna þurkanna.
Tilhögun tilraunanna hefir verið hin sama og í
fyrra, og nægir því að vísa til síðustu skýrslu.
Auk þeirra tegunda, sem sáð var í fyrra, var í
sumar sáð miðsumar- og haustrúg, grasfræi, lúsern-
um og nokkru af matjurtum.
1. K a.r t ö f 1 u r.
Þessum 12 afbrigðum var sáð:
1. Bóðinjar-kartöflur. 7. Klaustur-kartöflur.
2. Daladrotning. 8. Marius.
3. Dukke. 9. Mela-kartöflur.
4. Eifurt. 10. Remarkabie.
5. Hammer-schmidt. 11. Skauen.
6. Júní. 12. Tidlig rosen.
Afbrigðin 7. og 9. eru af Héraði; 3., 8. og ll.eru
keypt frá Norvegi; hin frá Reykjavík.
Iýartöflurnar voru settar niður 5. júní. Fyr var
það eigi hægt, sökum þess að norsku kartöflurnar komu
fyrst þann dag. JJöfðu þær spírað á leiðinni, en spir-