Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 334
330
BÚNAÐARRIT.
þess, liversu lítið var til af fræi, var ekki hægt að gera
nema tvöfalda tilraun með sum afbrigðin, og er því
samanburðurinn ekki svo áreiðanlegur, sem ella mundi.
Nokkuð af reitunum iá á hálendri bungu með grunn-
um jarðvegi, og var þar oft moldrok meðan þurkarnir
voru mestir, svo að rnold settist á blöðin og hindraði
vöxt þeirra og næringar-starfsemi, og var það eitt meðal
annars sem olli því, að uppskeran varð fremur lítil og
misjöfn.
Uppskera af dagsláttu pund
Blánæpa .... . . . 32000
Bortfelskar . . . . . . 17000
Dales hybrid . . . . . 17600
Grey stone . . . . . . 14800
Hvít næpa . . . . . 6800
Rauð næpa . . . . . . 9700
Yeilow Aberdeen . . . . 14700
Alls var fóðurrófum sáð í 236 Q] faðma og varð
uppskeran 4155 pund.
Fóðurrófunum var sáð 11. og 13. júní og teknar
upp fyrstu dagana í október. Fyrri part sumars voru
þær oft vökvaðar.
4. Áburðar-tilraunir.
Þeim heflr verið haldið áfram í sarna stíl sem í
fyrra, og hofir það nú komið gleggra íram en þá, að
það er einkum fosforsýru-áburður, sem vantar í jarð-
veginn í gróðrarstöðinni, sem öll liggur á þurlendum,
viðast flötum grasmóum. Einnig er, eftir því sem til-
raunirnar sýna, skortur á kalí. En ekki kemur það þó
að notum, þótt það só borið á, nema því að eins að
fosforsýru-áburður sé notaður jafnframt, og er það eðlilegt.
Erflðara er að gera grein fyrir verkunum Kilisaltpét-
ursins, þar sem hann er notaður jafnhliða superfosfati.
Þegar hann or borinn á einsamall, . þá eykur hann upp-
skeruna um nál. h!r, sé hann borinn á með kali-áburði,