Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 335
BÚNAÐARMT.
331
V6X uppskeran ura meira en helming, en sé hann not-
aður með superfosfati, verður uppskeran minni en þar
sem superfosfat einsamalt er notað.
Af húsdýra-áburði hefir sauðataðið reynst lakast.
Er það eðlileg afleiðing af því, hversu iélegu fóðri það
fé lifði á í fyrra vetur, sem taðið er undan. Yera rná
og að vegna þurkanna hafi taðið ekki náð að uppleys-
ast, og er þá enn geymdur næiingaiforði í jarðveginum,
sem síðar getur komið að notum. Af öllum áburði
reyndist kúamykjan bezt.
Allur samanburður er miðaður við þá reiti, sem
engan áburð fengu.
Uppskeran var minst 2, mest 16, en að meðaltali
8 hestburðir af þurru hafraheyi af dagsláttu, miðað við
það, að grasið léttist 60°/o við þurkinn, sem er sam-
kvæmt lítilli tilraun, sem gerð var í því efni.
Höfrunum í tilraunareitina var sáð 6. júni, og
grasið siegið 18. og 19. september.
5. K o r n t e g u n d i r t i 1 f ó ð u r s.
Af höfrum var sáð 3 tegundum (Grenaa, Lignvo og
„sort fanehavre") í samtals 1000 □ faðma. Af byggi var
einnig sáð 3 tegundum (Bjarkö, Björneby og dönsku
byggi) í 900 □ faðma; en af rúg var sáð miðsumars-
rúg (St. Hans rúg) í 600 □ faðma. Höfrunum var sáð
30. maí, bygginu 2. júní, en rúgnum 17. júní.
Enginn samanburður var gerður á tegundunum og
enginn sýnilegur munur var á grasmagninu, en Björne-
by-byggið var næst því, að ná fullum þroska, og var
þá lítill munur orðinn á því og Bjarkö-bygginu að
síðustu.
Alt leið kornið meira eða minna af þurkunum, svo
að í því voru stórir brunablettir, einkum höfrunum.
Rúgurinn var alt af mjög lágvaxinn og skaut ekki axi.
Byggið og hafrarnir voru slegnii- 17. ágúst., nema smá-