Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 337
BÚNAÐARRIT.
333
Fyrri hluta sumars óx grasið Htið, en seinui hluta
sumarsins, eftir að rigna tók öðru hvoru, fór því vel fram.
Það sem stóð undir bygginu óx lítið, fyr en eftir að
hyggið var slegið. Hinn 15. september vflr nokkuð af
reitunum slegið, en auðvitað varð eftirtekjan lítil, og
enn óséð, hvor fræblöndunin muni reynast betur.
Á dagsláttu var borið: 300 pd. 20°/o superfosfat:,
100 pd. 37% kalí-áburður og 100 pd. Kili-saltpétur.
Fræinu var sáð 3. júní með Refsum-grasfræsáðvél.
7. L ú s e r n u r.
Þær eru fóðurjurt af ertublóma-ættinni og því
skyldar baunum, ertum, flækju, smára og öðrum belg-
jurtum.
I ’gróðrarstöðinni var í sumar sáð ungverskum
lúsernum í rúma 500 Q faðma til reynslu, og var bæði
fræ og jarðvegur smittað með svonefndu lúsernu-smitti,
þ. e. gerlum, sem eiga að aðstoða plönturnar í því, að
taka köfnunarefni úr ioftinu sér til næringar. Af áburði
var að eins notað superfosfat og kalí. Þeim var sáð
17. júní. Þær komu allvel upp og urðu um 6 —10 þunrl.
háar, en heldur gisnar, og var þó sáð þétt eða sem
svarar 40 pundum á dagsláttu. Þær voru ekki slegnar,
enda er ekki vanalegt að hafa neina eftirtekju af þeira
fyrsta sumarið.
Þar sem lúsernurnar þrífast bezt, geta þær staðið
alt að 20 árunr eftir sáninguna, og eru jafnvel slegnar
4 sinnum á hverju sunrri. Einskis skal þó getið til um
það, lrversu lengi þær muni geta vaxið hér á landi eða
hversu mikla eftirtekju þær muni gefa. Það verður
tíminn að leiða í Ijós.
8 . M a t j u r t i r .
Af nratjurtum öðrum en gulrófunr og kartöflum
var sáð nokkiu af þessum tegundunr : grænkáli, hvítkáli,
herðkum, spínati, salati og gulrótum. Grænkálið óx