Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 339
BÚNAÐARRIT. 335
slóðina ura 100 faðma löngum, en ekki er enn ekið í þá
nægilegri möl.
e. Byggingar. í fyrra haust var grafinn og
hlaðinn kjallari 10 -j- 10 al. og 4 al. á hæð. f sumar
var hann „spekkaður" og jafnaður að ofan undir undir-
lög, og steyptur upp grunnur utan við hann 6 -j— 10
al. Á þessum grunni var svo b.ygt hús Lil íbúðar fyrir
verkamenn og til geymslu fyrir verkfæri og afurðir. Það
er griudarhús, 10 -f- 16 ak, 4 al. undir loft: með 3 al.
porti og því nær 3 al. risi. Húsið er alt járnvarið utan,
og asfaltpappi lagður undir járnið utan á klæðinguna.
Gluggar eru 4 á hvorri hlið hússins niðri, en uppi eru
þeir 6, og 2 á framgafli (móti suðri). Dyr eru á vestur-
hlið hússins, en á kjallaranum eru dyr á suðurgafli og
gluggi hvoru megin.
í kjallaranum var þiljað af dálítið rúm til geymslu
fyrir rótarávexti og jarðepli.
llúsið er enn óbygt innan, varð að fresta því eins
og fleiru, er gera þurfti, vegna peningaskorts.
Við austurhlið hússins var bygt hesthúslO-j- 5 al.,
3^/2 og 4 al. vegghæð, með skúrþaki. 2 giuggar eru á
austurhlið, en dyr á gafli móti suðri. Hesthúsið er stein-
og steinsteypuhús með járnþaki.
Það er aðallega til að geta fengið húsdýraáburð að
hús þetta er bygt, því erfltt er, eða ómögulegt, að halda
jörðinni í sæmilegri rækt með tilbúnum áburði einum,
en húsdýraáburður fæst ekki keyptur nema lítils háttar,
og þá mjög dýrt.
f. Heyskapur. Nokkur tími gekk ýil þess að
heyja fyrir hestum gróðrarstöðvarinnar, sem nú eru 3.
Voru heyjaðir alis 45 hestar. Er sumt af því geymt í
húsinu, en hitt í heystæði.
Verkstjóri og aðstoðarmaður við gróðrarstöðina hefir
herra landbúnaðarkand. M. Stefánsson verið.